Veturinn er á síðasta snúningi samkvæmt almanaki. Harðasti vetur í manna minnum. Þjóðhagslega. Og ekki nema von að himininn gráti þessa dagana með sauðsvörtum almúga. Samkvæmt þessu sama almanaki hefst sumar á miðnætti. Ekki er útlit fyrir að það verði gott sumar, þjóðhagslega. Vísitala væntinga þeirra sauðsvörtu er í algeru lágmarki.
Það er ekki nóg að brýna raustina
Um miðjan dag í gær var sendur út í sjónvarpi fyrirspurnartími frá Alþingi. Í gærkvöldi svo útsending frá Nasa, borgarafundur þar sem fulltrúar flokkanna í Reykjavík norður sat fyrir svörum. Ég fylgdist með báðum þessum útsendingum.
Guðfríður Lilja – allt upp á borð
Hún leiðir lista VG í Kraganum. Hefur þótt flottasta ljósið og líklegust til að safna atkvæðum. Málflutningur hennar hefur verið athyglisverður og meiningar hennar ákveðnar. Verst hef ég átt með að hlusta á hana grátklökka harma grjótmela og eyðisanda sem hurfu undir vatn við virkjanaframkvæmdir.
Er ríkisstjórnin að blekkja mig?
Nú er harla skammur tími til kosninga. Tólf dagar. Aðeins. Ekki er auðvelt fyrir fákænan að ákveða hverja hann á að kjósa. Nýliðarnir og þeir sem reka áróður fyrir þá eru ekki allir þeirrar gerðar að þeir fylki fólki að baki þeim.
Leiðtogafundur í sjónvarpi
Með galopinn huga settist ég fyrir framan sjóvarpið eftir fréttir í gærkvöldi til að hlusta á formennina. Þau sátu þarna í röð, Þór, Sigmundur, Bjarni, Guðjón, Steingrímur, Jóhanna og Ástþór. Þáttarstjórnendur voru fréttakonan snjalla, Jóhanna og með henni Sigmar.
Nú fæla þeir fólkið enn lengra frá flokknum
Sjálfstæðismenn fæla fólk frá flokknum þessa dagana. Af miklu afli. Framkoma þeirra í sölum Alþingis þessi dægrin hefur sérlega neikvæð áhrif á marga sem fylgjast með. Ekki bjóst ég við að þessi svokallaða „nýja kynslóð“ í flokknum myndi kynna sig með orðhengilshætti og sirkustilburðum eins og nú er gert.
Kona með barnavagn fer í fiskbúð
Vorið. Í loftinu er það. Það var mætt í morgun. Úti á stétt. Vorið. Andaði djúpt að mér blænum. Teigaði. Hélt niðri í mér. Fann kikkið. Sumir voru skrafhreifir. Konan sem tekur hjartalínuritið var í essinu sínu. Byrjaði með því að segja: „Komdu upp á…“
SPRON
Mikið gladdi okkur fregn gærdagsins um að MP hefði keypt SPRON og Netbankann og ætlaði að opna þrjú af útibúunum eftir helgi. Við vorum í viðskiptum við Spron í 30 ár, bæði með stofnunina sem við stýrðum sem og persónuleg viðskipti. Það bar aldrei skugga á samstarfið.
Hvað þýðir: „Allt upp á borðið?“
Talað er um kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Hvað fellst í því? Nýi formaður Sjálfstæðisflokksins segir sárafá orð um ekki neitt. Varaformaðurinn, aftur á móti, segir alltof mörg orð um ekki neitt. Segist samt ætla að berjast fyrir flokkinn, fyrst, þjóðina síðan.
Hlutdeild í góðu fyrirheiti
Eftir að hafa fylgst með fregnum af landsfundum tveggja stjórnmálaflokka í tvo daga og hlustað á ræður tveggja fyrrverandi formanna þeirra, ræður sem stóðu langt niður úr öðru tali, og fjölmiðlar sögðu frá, urðum við hjónakornin sammála um að ganga í guðshús í morgun og hlusta á guðsorð til að sefa undrun okkar og vonbrigði.