Þráinn Bertelsson og heiðurslaunin

Alveg er það með ólíkindum hvernig fólk stekkur á Þráin Bertelsson vegna þessara heiðurslauna sem hann hefur fyrir ritstörf og nánast stimplar hann dusilmenni fyrir að afþakka þau ekki strax daginn eftir kjördag. Það verður áreiðanlega eitthvað annað en þessir peningar Þráins sem fólk þarf að fylgjast með hjá byrjendunum í Borgarhreyfingunni þegar þeir taka til starfa á alþingi og reyna að læra að ganga.

Lesa áfram„Þráinn Bertelsson og heiðurslaunin“

Jóhanna og Steingrímur: Það liggur ekkert á

Tek undir við Egil Helgason. Mér virðist Gísli Tryggvason vera eini maðurinn sem þessa dagana man eftir því hvað margar fjölskyldur sigla hraðbyri í þrot. Grjótkjaftarnir bryðja á Evrópumálunum og formennirnir eiga varla nógu sterk orð til að dásama hvor annan fyrir vinsemd og elskulegheit. Stundum sýnist manni þá helst langa til að kyssast. Við fjölmiðla segja þeir: „Það liggur ekkert á.“

Grjótkjaftar stjórnmálanna

Ekki kaus ég Samfylkinguna vegna Evrópumálsins. Það er á hreinu. Og ekki kaus ég Samfylkinguna vegna þess að þar sé flest vænna manneskja. Það er líka á hreinu. Ég kaus Samfylkinguna einfaldlega vegna Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur manna mest og best heitið því að gæta hagsmuna „litla mannsins“ í þjóðfélaginu og er manna líklegust til að standa við það.

Lesa áfram„Grjótkjaftar stjórnmálanna“

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fólkið

Formaðurinn segir flokkinn hafa stefnuna og fólkið. Það er einfaldlega ekki rétt. Hann hefur ekki fólkið. Af þessum sextán einstaklingum sem nú setjast á þing fyrir flokkinn, ættu sjö þeirra alls ekki að vera þar. Það verður aldrei sátt um þá.

Kosið um fæsta mínusa

Þátturinn í sjónvarpinu í gærkvöldi var eins og leikhús fáránleikans. Eftir að hafa fylgst með formönnunum og reynt að greina það sem þeir sögðu ekki, en hefðu átt að segja, fær Jóhanna Sigurðardóttir fæsta mínusa. Steingrímur J. vakti með mér kvíða um að á bak við málflutning hans lúrði stefna sem almenningur verði hundóánægður með. Það mun koma í ljós.

Lesa áfram„Kosið um fæsta mínusa“