Óþægindi í undirmeðvitundinni. Þegar ég var ungur drengur vaknaði ég stundum upp um nætur skelfingu lostinn af draumum þar sem mér fannst ég renna á mikilli ferð niður bratta brekku og fljúga svo fram af háum hömrum niður í kolsvartan óendanleika.
Enn eykst virðing Alþingis
„Hvers á þjóðin skilið af okkur, nýju þingi og nýjum þingmönnum?“
Þannig hljómuðu upphafsorð í jómfrúræðu þingmanns á vordögum.
Og enn eykst virðing Alþingis, hvers fólk á flæðiskerinu lítur til með vaxandi aðdáun.
Rykmökkur á Alþingi
Það er ljóst að enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur talað af nægum trúverðugleika síðustu vikur. Orðræða þeirra einkennist af yfirborðslegu tali sem virðist ganga út á það eitt að þyrla upp ryki. En slíkt gera ekki góðir göngumenn, svo vitnað sé í visku fornvitrings.
Þrjú epli og capuccino
Við fórum í Kringluna eftir vinnu í gær. Þar var ekki að sjá að kreppa væri í landinu. Fjöldi fólks streymdi milli verslana glaðvært og hresst og keypti og keypti. Safnaði pinklum og pokum kampakátt eins og sigurvegarar. Við keyptum þrjú epli í Hagkaupum og splæstum í capuccino. Það eru tvö ár síðan síðast.
Að mæla ágæti ríkisstjórnar?
Það er talað um stöðuleikasáttmála. Um hann falla mörg orð. Það er talað um Icesave -samning. Um hann falla enn fleiri orð. Á sama tíma hamast skrímslið. Það hamast með gráðugum kjaftinum og étur upp eigur fólks. Og afkomu. Hægt og bítandi. Hægt og bítandi. Étur og étur. Ríkisstjórnin lætur gott heita.
Yfirgengilegur orðhengilsháttur á Alþingi
Það hefði verið fróðlegt að fylgjast með orðræðu á Alþingi ef þingmönnum væri gert að lifa á mánaðarlaunum sem næmu kr. 350.000 fyrir skatta. Hvort þeir væru ekki líklegri til að hugsa sig vel um áður en þeir greiddu atkvæði um álögur og hækkanir á vörum og þjónustu sem kreista blóðið úr almenningi með keðjuverkunum.
Hjáróma tómatar
Þetta var undir morgun í fyrradag. Svefninn hafði verið slitróttur eftir klukkan fimm. Ýmsir draumaórar birtust á draumasviðinu. Einn var skringilegastur. Mér fannst ég vera staddur í gömlu sundlaugunum í Laugardal. Þær voru norðan við Sundlaugaveginn. Gömul bygging en góðar útilaugar.
Vindhanar og vindmyllur
Dagarnir eru margvíslegir. Landsmenn hafa fagnað ákaflega yfir sólinni. Og logninu. Ekki má gleyma því. Enda flokkast slík veðursæld undir blíðu sem er fremur sjaldgæf á vindhólmanum okkar. En það er ekki nóg að sólin skíni. Það eru ótal önnur atriði sem verða að vera í lagi til þess að fólk geti notið blíðunnar.
Hvers á þjóðin skilið…?
,,Hvers á þjóðin skilið af okkur, nýju þingi og nýjum þingmönnum?“
Upphafsorð jómfrúrræðu Sigmundar Ernis á Alþingi.
Sýndu mér hvernig
Sagan endurtekur sig. Nýliðar eru afkastamiklir við að gagnrýna. Þeir telja sig vita betur en allir sem ákvarðanir taka. Þannig hefur þetta verið öll árin sem ég hef hlustað á stjórnmálamenn og lesið greinar þeirra. Síðar, þegar og ef þeir komust þangað sem ábyrgar ákvarðanir voru teknar þá þögnuðu þeir skyndilega eins og lömb á haustdögum.