Við fórum upp í Borgarfjörð til að slaka á. Vonuðumst eftir næði frá þvarginu um spillinguna og kreppuna. Veðrið tók ljúflega á móti okkur. Logn, gráð og hiti um núll. Ekki hægt að hugsa sér það betra. En einn af þessum föstu siðum er að kveikja á útvarpi á fréttatímum.
Hvaða kosti yrði þjóðinni boðið að kjósa um?
Það er verulega hrollvekjandi að lesa og heyra fréttir af því að sama fólk og kom þjóðinni til andskotans skuli enn sitja við völdin í bönkunum þegar stóru lánin taka að berast til þjóðarinnar. Ég finn ekki betur en að hjartað í mér sleppi einu og einu slagi úr við lesturinn.