Þetta þráláta kalda veðurlag, norðan átt, heiðskír himinn og næturfrost, sem legið hefur yfir landinu svo til allan maímánuð, minnir óneitanlega á vorið 1955. Þá voru dagarnir fallegir eins og núna en gjarnan þunn frostskel á jörð á morgnanna. Við unnum við að undirbúa kartöflugarða Reykjavíkurbæjar fyrir sáningu, en almenningur tók gjarnan á leigu garð og setti niður kartöflur og sitthvað annað.
Erfitt að skilja
Afskaplega er það margt sem karl eins og ég á erfitt með að skilja. Jafnvel hin einföldustu mál geta vakið honum undrun og furðu. Eins og til dæmis lestur dagblaða. Ekki er mér nokkur lifandi leið að átta mig á fólki sem lætur sér nægja að lesa Fréttablaðið eitt blaða og mynda sér skoðanir á málefnum dægranna út frá efni þess.
Átta hlutir
Margar myndir í fjölmiðlum síðustu daga sýna forseta Íslands brosandi og stoltan í miðjum hópi íslenskra milljarðamæringa. Hann hefur sjaldan notið sín betur. Þeir eru staddir í Kína. Fyrirsagnir fréttamiðla skrifa með feitu, Kínverska efnahagsvélin, Stórkostleg tækifæri, Samið um stærstu…, Íslensk hjón í átta…, FL Group gerir milljarða samning, Sportís semur um fatnað.
Jói
Anno 1945.
Jói var bílstjórinn á staðnum. Stundum, þegar hann var sendur í kaupstaðinn til að útrétta, leyfði hann krakkahópnum að sitja í. Það var mjög vinsælt og vildi enginn missa af ferðinni. Eitt skiptið var Jói sendur í veg fyrir rútuna Reykjavík- Hellukot, en von var á vistmanni með henni. Jói hóaði krökkunum saman, þeir voru fimm eða sex, og bauð þeim með.
Hvítasunnudagur í sveit
Fyrir margt löngu, eða um það bil 40 árum, á einu þessara tímabila í sögu þjóðarinnar þegar atvinna var í minna lagi, en eins og nú, að verkamönnum tókst ekki að framfleyta fjölskyldum sínum á dagvinnunni einni saman, þá birtist auglýsing frá steypugerð Jóns Loftssonar, sem hljóðaði svo: „Verkamenn vantar strax. Mikil vinna.“
Ritratto
Og hún sagði:
„Þér þekkið Mr. Lowell,
hann var sendiherra ykkar hér?“
Og ég sagði: „Það var áður en ég kom.“
Og hún sagði:
Sætsúpa í allan mat
Það mátti lesa í dagblaði nýlega örstutt viðtal um hvítasunnuna við mann nokkurn sem titlaður var sérfræðingur í málefnum hennar. Kom fram sú skoðun mannsins að helst kysi hann að allir dagar ársins væru hvítasunnudagar. Yfirlýsingar sem þessi minna á orð smábarnsins sem lét þá ósk í ljós um jólin, þegar það hámaði í sig sælgæti, að gaman væri ef alltaf væru jól.
Styrjaldarlok 1945
Öll skipin sem voru í höfninni þeyttu þokulúðrana. Bílar flautuðu. Fánar voru dregnir að hún. Fólk hrópaði og segja má að hver einasti maður hafi brosað út að eyrum. Við pollarnir fórum niður að höfn. Mannfjöldi eigraði fram og aftur. Síðdegis og um kvöldið varð svo allt brjálað. Áflog og slagsmál milli hermanna og Íslendinga. Lögreglan beitti kylfum við að skakka leikinn. Fékk ekki rönd við reist. Beitti loks táragasi. Óeirðirnar héldu áfram daginn eftir.
Hvað er hjólið gamalt?
Fréttin birtist í Mogganum í morgun. Manneskjan sem setti hana fram var sigri hrósandi. Niðurstaða var fengin. Eftir rannsóknir og mælingar á nýjan kvarða hefur verið sannað að hjól snýst. Til sögunnar eru nefndir landskunnir vísindamenn og geðlæknar. Þeir hafa kannað nýtingu fólks á hjólinu og komist að þeirri niðurstöðu að það snýst hjá þeim sem líta á það sem hagnýtt fyrirbrigði. Að sjálfsögðu hafa þeir ekki prófað hjólið sjálfir.
Dínamít er sprengiefni
Við fórum í leikhús í gær. Við Ásta. Sáum leikritið Dínamít eftir Birgi Sigurðsson. Þetta er átakamikið og kröftugt leikverk. Mikil orðræða og framúrskarandi leikur. Við hrifumst af verkinu. Bæði. Það fer samt þannig fyrir mér í leikhúsi að það er textinn, hugsunin og tjáningin sem hrífur mig helst. Umgjörðin hefur minna gildi. Sennilega af því að ég hef ekki vit á henni.