Án orða

Morgnar eru misjafnir í sál manns og huga. Stundum er þar jafnvægi, stundum óeirðir. Einnig finnast morgnar sem einkennast af kvíða. Og svo eru það þessir þægilegu, þegar mönnum líkar vel við flesta hluti. Orsök blæbrigðanna er umhugsunarefni. Og menn skima eftir skýringu. Hvort hún er í þeim sjálfum eða komi utan að. En er ekki allt innra með þeim sjálfum? Þegar grannt er skoðað. Eins og maðurinn sagði um Guðsríkið.

Lesa áfram„Án orða“

Verkamaðurinn og félagið hans

Hún var sérkennileg fréttin í síðustu viku sem fjallaði um verkamanninn sem vantaði heyrnartæki. Kominn á eftirlaun óx honum í augum að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir heyrnartæki og ákvað að sækja um styrk til verkalýðsfélagsins síns. Það reyndist vera Efling, félag sem vaxið er upp úr verkamannafélaginu Dagsbrún og verkakvennafélaginu Framsókn.

Lesa áfram„Verkamaðurinn og félagið hans“

Norðanáttin sem hvarf

Lurkum lamið eftir gróðursetningarhelgi hlustar fólk fullt eftirvæntingar á veðurspár og vonar að nú loksins rætist þær af alvöru: „fer að rigna undir hádegi…, rignir í dag og á morgun….“ En klárt er að regn er eitt af því sem græðlingabændur þrá hvað mest af öllu þessar vikurnar og hafa verulega samlíðan með jarðargróðri sem þroskaheftur bíður og stynur og ákallar tilveruna um vökvun.

Lesa áfram„Norðanáttin sem hvarf“

Við horngluggann

Eins og flesta morgna, upp úr klukkan sex, settumst við Ásta mín við horngluggann með kaffið okkar í morgun. Áður höfðum við kveikt á útvarpinu, rás eitt. Tónlistin sem þeir velja fyrsta klukkutímann í þættinum Árla dags, virðist ekki vera valin til þess að kalla fólk út í lífið. Stundum dettur manni í hug, bókstaflega, að einhver nákominn þáttastjórnendum sé nýlega dáinn og útförin verði seinna um daginn.

Lesa áfram„Við horngluggann“

Hógværð og þandir brjóstkassar

Tvær fréttir um liðna helgi vöktu athygli mína umfram aðrar. Önnur snýr að forseta Indlands. Hann er forseti þjóðar sem telur fimmtíu milljónir manna. Smávaxinn, grannur og umfram allt hógvær í fasi kom hann í heimsókn til Íslands. Það var fasið sem gladdi hjarta mitt. Lærdómsríkt var að sjá hve framkoma mannsins var gjörólík framkomu Íslendinganna, sem ávallt ganga um með þanda brjóstkassa eins og þeir einir skipti máli.

Lesa áfram„Hógværð og þandir brjóstkassar“

Biblían og fordómar

Skilmerkileg grein með þessu nafni birtist í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Höfundur hennar er Jón Axel Harðarson dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Greinin er full af góðum fróðleik og undir grundvallarskoðun mannsins, sem hann setur fram í niðurlagi greinarinnar, tek ég af heilum hug. Þar segir m.a.: „Þýðendum Biblíunnar ber að gæta hlutleysis. Þeirra verk er að túlka ritninguna eins rétt og kostur er, óháð ýmsum fordómum hverju sinni. Þýðingin verður að vera trú frumtexta sínum, …“

Lesa áfram„Biblían og fordómar“

Á fallegum degi

Og hún sagði: „Þú ert eins og níræður karl.“
Hann sagði: „Er ég hvað?“
Hún sagði: „Eins og níræður karl, illa til fara.“
Hann sagði: „Hvað áttu við, kona?“
Hún sagði: „Þú ert í ljótum fötum, óhreinum og púkalegum.“
Hann sagði: Hverslags árás er þetta, á að brjóta mig niður núna?“

Lesa áfram„Á fallegum degi“

Einkennileg bókamerki

Veitti því ekki athygli fyrr en í morgun hvað bókamerkin mín eru einkennileg. Það kom til af því að í vinnuherberginu mínu er oft dálítil óreiða og ég þurfti að finna skjal eða minnisblað sem hafði grafist undir hinum ýmsu bókum sem ég er að grauta í. Og til þess að finna minnisblaðið varð ég að stafla bókunum sem eru í lesningu. Þá tók ég eftir bókamerkjunum.

Lesa áfram„Einkennileg bókamerki“

Þinn harmur og minn

Hin meiri skáld yrkja stundum á þann veg, svo listilega, að lesandanum getur fundist hann sé sjálfur að tjá sig. Þó kannski ekki beint að tala, heldur fremur eins og leikið sé á strengi tilfinninga hans. En allir bera tilfinningar. Stundum þegar eitt svið þeirra stígur fram fyrir önnur, – og mönnum getur liðið eins og hljóðfæri sem þarfnast hljóðfæraleikara, eða huggara – er svo elskulegt að geta lesið ljóð skálda sem strjúka yfir strengina og vekja hljóminn sem þrýstir á um hljómun.

Lesa áfram„Þinn harmur og minn“