Hvar er ástvin hjarta míns?

Matteusarpassía. Í öðru lagi er hún stórkostleg og sígild tónsmíð sem einstakur yfirburðamaður samdi. Í þriðja lagi er hún ódauðlegur texti sem hefur verið felldur að tónverkinu. Í fjórða lagi hljóðfæraleikur og í fimmta lagi söngur. Tveir kórar, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvarar sáu um flutninginn. Og Hörður Áskelsson stjórnaði.

Lesa áfram„Hvar er ástvin hjarta míns?“

Tími til að breyta

Það var svo sérlega elskulegt andrúmsloftið við Horngluggann í morgun. Fyrst þessi þægilega tilfinning að vakna endurnærður og finna hvergi til, tipla þvínæst fram í eldhús og hella á LavAzza, örlítið sterkara en hversdagslega. Ganga síðan að Hornglugganum og horfa út í nágrennið hvar engin hreyfing sást. Hlusta og á lágstillta samræðu í útvarpi um kortagerð Landmælinga Íslands.

Lesa áfram„Tími til að breyta“

Is Ra El

Nokkrar hugleiðingar leikmanns í framhaldi af pistli um Jakobsglímuna og efni tveggja fræðigreina um hana í tímaritinu Glímunni. Reiknað er með að allir kannist við frásöguna af glímu Jakobs, en þar segir frá því þegar Jakob hlaut nýtt nafn á bökkum Jabbok. Ótal spurningar, sem Biblían ekki svarar, vakna. Spurningar um innvígða meistara og launhelgar sem geymdu leyndardóma himinsins og huldu þá fyrir almenningi.

Lesa áfram„Is Ra El“

Jakobsglíman

Fyrir þá sem áhuga hafa á efni Biblíunnar, það er Heilagrar ritningar, leyfi ég mér að vekja athygli á tveim frábærum greinum um Jakobsglímuna í öðru hefti Glímunnar, tímariti um guðfræði og samfélag. Sú fyrri er eftir dr. Kristinn Ólason, hin síðari eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson. Las ég þær báðar mér til mikillar ánægju. Grein Kristins beinist að merkingu og markmiði biblíutextans og bókmenntafræðilegrar rannsóknar á honum. Grein Sigurjóns fjallar aftur á móti um skýringar Marteins Lúthers á frásögunni um Jakobsglímuna.

Lesa áfram„Jakobsglíman“

Kvöldgestir

Eftir að hafa hlustað á viðtalsþáttinn Kvöldgesti, síðustu tvö föstudagskvöld, þar sem viðmælandi stjórnandans var Georg Viðar Björnsson, sótti að mér leiði og hryggð yfir heildarsvip þáttarins og þeim atriðum sem mest áhersla var lögð á af hálfu stjórnandans. Þættirnir urðu tveir, þar sem svo mörgu var af að taka í frásögn Georgs, eða samtals eitthundrað og tuttugu mínútur.

Lesa áfram„Kvöldgestir“

Tvíraddað stef 2

Það eru fleiri víddir í tilverunni en sú sem ég nefndi í fyrri pistli um dvölina í Litlatré. Og sannast þar hið fornkveðna að þótt menn geti ekki valið sér bræður eða systur eða foreldra, né gen til að byggja persónuleika sinn, þá geta menn -og Guði sé lof fyrir það,- valið sér vini. Þess vegna bauð ég þessum þrem að lúra á náttborðinu hjá mér, Walt Whitman, Friedrich W. Nietzsche og Bernhard Schlink.

Lesa áfram„Tvíraddað stef 2“

Tvíraddað stef I

Menn sungu um Tondeleyó og dálitla kofann hans fyrir tæpum sextíu árum á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Nánar tiltekið á flóðunum frá Svarfhóli og niður að Flóðatanga. Og lagið fór um allt landið og miðin, og stúlkur og drengir í heyskap horfðu með aðdáun á unglingana sem höfðu lært bæði lag og texta og sungu, sum hver dúett. Og maður gat greint dularfullt blik í augum þeirra þegar þau mættust. Og velti rót þess fyrir sér.

Lesa áfram„Tvíraddað stef I“

Þegar þakskeggið þagnar

Það vakti athygli okkar hvað lítið er um pöddur þetta árið. Ólíkt fyrri sumrum og sérílagi því í fyrra. Varla að maðkur næði sér á strik á alaskavíðinum. Og fiskiflugur og slíkar fullvaxnar hafa eiginlega ekki sést. Hvað þá geitungar. Fiðrildi afar sjaldgæf. Menn tala um kaldan vetur og kalt og þurrt vor sem ástæðu. En hvað sem því líður þá er þetta tvíbent. Mennirnir fagna en fuglarnir harma.

Lesa áfram„Þegar þakskeggið þagnar“

Árás á London

Árás á London. Venjulegu fólki í dagsins önn slátrað. Án miskunnar. Þannig var það einnig í New York í september um árið. Venjulegu fólki í dagsins önn slátrað. Þjóðarleiðtogar brugðust við með því að snúa bökum saman. Sýndu samstöðu á móti grimmdinni og reyna að uppræta upptök hennar. Ekki er auðvelt að skorast undan þátttöku í slíkri samstöðu.

Lesa áfram„Árás á London“

Að eyðileggja bækur

Þær eru ógleymanlegar margar ánægjustundirnar sem bækur Halldórs Kiljan Laxness veittu mér í gegnum árin. Sem og þúsundum annarra lesenda hans. Að sjálfsögðu. Aftur og aftur tók ég bækurnar fram og endurlas uppáhaldskaflana mína. Ýmsar persónur þeirra hafa orðið eins og hluti af lífinu. Hetjur sérkennilegra viðhorfa, orða og hnyttni.

Lesa áfram„Að eyðileggja bækur“