Utangarðsmaðurinn

Það var svo fátt vitað um orsök þessara hluta á árum áður. Lærdómsmenn, spekingar og læknar, deildu um aðferðir og stjórnvöld vildu helst hafa menn eins og þá um borð í skipum sem höfðu það eina takmark að koma aldrei að landi. Svo að þeir og aðrir borgarar þyrftu ekki að sjá þá. Og gætu gleymt þeim. Þessi skip komu því bara að landi þegar sækja þurfti kost. Hann var svo auðvitað eins rýr og fátæklegur og hægt var.

Lesa áfram„Utangarðsmaðurinn“

Get ekki orða bundist

Ég hef alltaf dáðst að mönnum sem tala frönsku. Það er að segja Íslendingum sem tala hana. Einu sinni vann maður hjá mér maður sem talaði frönsku. Ég komst að því þannig að hann var alltaf með kiljubók í vasanum og í hvert sinn sem færi gafst, svo sem í kaffitímum eða reykingahléum, tók hann bókina upp og las í henni. Þar sem ég hef alltaf þóst vera mikill áhugamaður um bækur, spurði ég hann hvað hann væri að lesa.

Lesa áfram„Get ekki orða bundist“

Góðilmur

Það seytlar lítill lækur, rauðleitur, niður Skógarhlíðina ofan og austan við Sauðhúsin. Það safnast í hann ofan úr Kotbrúninni. Hann er svo lítill að hann getur naumast talist lækur. Vatn sígur í hann úr mýrunum og sumstaðar hafa myndast pyttir. Þeir eru hvorki stórir né djúpir. Það heyrist gutlhljóð þar sem vatnið rennur í pyttina. Stundum heyrist gutla á tveim stöðum í einu. Og lækurinn, sem heitir Djáknalækur, líður áfram í krókum og beygjum og endar að lokum niður í Hrauná.

Lesa áfram„Góðilmur“

Tapaðir pistlar endurheimtir

Eftir að hafa farið í gegnum þær hremmingar að um fjörutíu pistlar töpuðust af heimasíðunni snemma í mánuðinum, og fyrirtækið sem hýsir hana lýst því yfir að ekki væru möguleikar á að endurheimta þá, var nú sálartetrið heldur dapurt um nokkurt skeið. Við athugun reyndust flestir pistlarnir þó vera til í einkatölvunni, þar sem pistlahöfundur gerir jafnan uppkast að þeim í word forriti.

Lesa áfram„Tapaðir pistlar endurheimtir“

Útför frá Selfosskirkju

Margt fer um hugann. Minningar og atvik. Þrjár konur tóku á móti okkur þegar við fluttum að Selfossi fyrir þrjátíu og átta árum. Hólmfríður Hanna Magnúsdóttir, Doris Nyberg og Anna Marie Kyvik. Þær voru hvítasunnukonur. Með hárið sett upp í hnút. Ákveðið var að reyna að efla sunnudagaskólann sem þær höfðu haldið úti um árabil. Á Austurvegi 40 b. Húsi hvítasunnumanna. Vorum þar í tvö ár.

Lesa áfram„Útför frá Selfosskirkju“

Ríkisútvarp – sjónvarp – Kastljós

Augljóst er að umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins um utangarðsfólk hefur skilað góðum árangri. Var fjallað um mál þess bæði af sanngirni og samúð og ekki fallið í þá gryfju að hreykja sér af umfjölluninni. Á þáttargerðarfólk Kastljóssins hrós skilið fyrir umfjöllun þessa sem og um málefni aldraðra. Það kom enn og aftur í ljós í þessum þáttum, að stjórnmálamenn sem tekið hafa að sér að annast um málefni þessara veikbyggðu einstaklinga sem utangarðs eru, standa sig einfaldlega ekki nógu vel.

Lesa áfram„Ríkisútvarp – sjónvarp – Kastljós“

Aðeins eitt blóm

Á undanförnum vikum hef ég nefnt þessar ágætu ljóðakonur sem gist hafa hús mitt og huga. Já og aðrar konur einnig sem hafa sýnt mér og bent á að viðhorf þeirra og hagmælska geta verið gersemar þó ekki sé látið jafn mikið með þær og ýmissa annarra. Þessara ágætu ljóðakvenna á meðal er Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum í Hvítársíðu.

Lesa áfram„Aðeins eitt blóm“

Brauðlaus heim

Eitt sinn gerðist það, ég hafði lagt bílnum mínum fyrir utan Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut, að maður nokkur fylgdi mér inn í bakarí og benti mér á að það væri farin pera í stöðuljósi að aftan. Ég þakkaði manninum innilega fyrir. Eftir að hafa keypt ósneitt sólkjarnabrauð ók ég á verkstæði og fékk peru. Vil ekki vera hirðulaus um ljósin á bílnum. Hugsaði hlýlega til mannsins sem benti mér á.

Lesa áfram„Brauðlaus heim“

Í nýju ljósi

Sumt má fólk ekki trassa. Gerir það samt. Þannig var með skrifborðið mitt. Lampinn á því dó. Síðan hef ég setið þar og þjakað augun með lestri í rökkri. Og augun hafa tárast af þreytu. Tilveran súrnað. Hafði mig loks af stað og kom þessu í lag. Uppskar þakklát augu.

Lesa áfram„Í nýju ljósi“

Enn við Horngluggann

Það var heldur dimmt yfir landinu í morgun. Einnig við Horngluggann, hvar við Ásta ræddum málin eins og svo oft áður. Ljóðakonurnar Þuríður Guðmundsdóttir frá Sámsstöðum og Emily Dickinson eru fyrirferðarmiklar í huganum þessa daga, enda margar bóka þeirra uppi við, ásamt Dagnýju Kristjánsdóttur. Ég freistaðist til að nefna þær við Horngluggann. Yfir kaffinu. Fékk góðar undirtektir.

Lesa áfram„Enn við Horngluggann“