Prófessor, prestur og smávaxin kona

Það var fjölmennt í erfidrykkjunni. Salurinn þéttskipaður. Fólk settist við borðin og þáði veitingar. Til að byrja með var kyrrð yfir en síðan tók fólk að lyfta huganum og ræða saman. Eftir nokkurn tíma fylltist salurinn af klið mannamáls. Fólk tók að færa sig á milli borða til að heilsa ættmennum og kunningjum eða safnaðist í hópa. Aftur og aftur heyrðist setning eins og „fólk hittist ekki nema þegar einhver í fjölskyldunni fellur frá.“

Lesa áfram„Prófessor, prestur og smávaxin kona“

Arískir polkar og valsar, og Berlín aftan frá

Það var frábært kvöld í Iðnó í gær. Fyrir fullu húsi túlkaði Hilmir Snær Charlotte von Mahlsdorf svo og þrjátíu og fimm persónur aðrar sem komu við sögu í leikritinu Ég er mín eigin kona. Í einu orði sagt er leikritið stórkostlegt listaverk. Það segir langa sögu mikillar hetju sem berst við að komast af í Þýskalandi á öldinni sem leið.

Lesa áfram„Arískir polkar og valsar, og Berlín aftan frá“

Óáreiðanlegir tímar

Er nú svo komið að lesendur þurfi að tortryggja þær bækur sem hljóta verðlaun á hinum ýmsu sviðum bókmenntanna, vegna þess að á bak við öll verðlaun sem veitt eru séu allt önnur markmið en þau sem lúta að gildi bókmennta? Sé það tilfellið, þá minna tímarnir óneitanlega á tilveruna fyrir fimmtíu árum þegar bókmenntir voru flokkaðar eftir því hvort þær þjónkuðu, fylgdu, vinstri eða hægri pólitík fremur en raungildi sínu.

Lesa áfram„Óáreiðanlegir tímar“

Það sem múslímir virðast ekki skilja

Flokkur manna kom til að handtaka Krist. Þeir sem gættu hans hæddu hann og börðu og svívirtu. Skarinn ákærði hann. Æðstu prestar og fræðimenn ákærðu hann. Heródes óvirti hann og spottaði. Æðstu prestarnir, höfðingjarnir og fólkið æptu: „Burt með hann, […] krossfestu, krossfestu hann.“ Hermennirnir hæddu hann, báru honum edik að drekka, settu þyrnikórónu á höfuð honum, hræktu á hann og slógu hann í höfuðið með reyrsprota og negldu hann upp á kross til aftöku.

Lesa áfram„Það sem múslímir virðast ekki skilja“

Kátir voru karlar

Um aldamótin síðustu urðu fyrirferðamiklar umræður í fjölmiðlum um það hvenær ein öld endaði og næsta hæfist. Munaði heilu ári á skoðunum fólks um málið. Var með nokkrum ólíkindum að fylgjast með því hvernig hinir mætustu menn gátu helt sér út í þrasið og orðið orðhvassir í málflutningi sínum.

Lesa áfram„Kátir voru karlar“

Ég elska þig

Í grein í síðustu Lesbók vitnar höfundur hennar í orð félaga síns sem sagði: „það er ekki hægt að segja þetta „eðlilega“ á íslensku, það virkar „asnalegt“, mikið betra að segja það á ensku.“ Vangaveltur eins og þessi fá mann til að hugsa hversu asnalegur maður hefur þá verið síðustu fimmtíu ár, að hafa ekki sagt: „I love you, Ásta.“

Lesa áfram„Ég elska þig“

Tungutal í BYKO

Kom við í BYKO. Á oft erindi þangað. Þó ekki sé nema til þess að skoða nýjungar í verkfærum. Kaupi gjarnan skrúfjárn eða þjöl. Eins og börnin í gamla daga keyptu sér Matchbox bíla ef þeim áskotnuðust fáeinir aurar. Það er afar ánægjulegt. Framleiðendur eru svo elskulegir að hafa tólin í fallegum litum, djúpgrænum, bláum og rauðum. Þau dýrari tekur maður upp og vegur í hendi og mundar, leggur síðan frá sér aftur. Og kinkar kolli.

Lesa áfram„Tungutal í BYKO“

Þrír vinir í tónum og textum

Þrjú atriði á tónlistarhátíð í gær glöddu öðrum fremur. Þannig gerist gjarnan þegar vinir fá viðurkenningu. Í gær fengu þrír af vinum mínum viðurkenningu. Þegar ég segi vini þá er ég að tala um lög, tóna, texta og flutning sem áður höfðu hrifið mig og sest að í hugarfylgsninu. Þessum stað sem svo flókið er að staðsetja.

Lesa áfram„Þrír vinir í tónum og textum“