Þegar rætt var um listmálara eða teiknara, þá heyrðist gjarnan orðið skissa eða skitsa. Það var notað yfir uppkast eða frumdrög að verki sem greip listamennina. Sumir áttu skitsubækur sem þeir rissuðu hugmyndir sínar í og áætluðu að vinna betur úr síðar. Orðið frumdrög rúmar vel þessa hugmynd, uppkast, tilraun til að móta hughrif augnabliks. Festa þau á blað. Hughrif á blað. Mig langar svo að upplifa það.
Geirinn og bókmenntirnar
Einhvern tímann á miðri síðustu öld, þegar Listamannaskálinn, staðsettur við stíginn á milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis, var og hét, var Kjarval spurður að því hvort hann sækti sýningar ungu listmálaranna. Tilefnið var mikil sýning ungra listamanna í skálanum. Kjarval svaraði því til að það gerði hann aðeins ef hann fyrirfram hefði áhuga á þeim. Sem væri sárasjaldan.
Margt býr í þoku dagsins
Það fer ekki hjá því að mönnum, fólki, finnist komið vor í loftið. Hún er svo undraverð mildin í veðrinu. Í góulok. Og næstum er eins og vonin um betri tíð og blóm í haga heyri ímynduð hljóð mófugla seigja bí og langdregið dirrindí, þegar horft er út í þokuna sem liggur yfir. Þetta kom upp í hugann í morgun við Horngluggann sem og tvær línur úr bókinni Syndirnar sjö:
– Uuno, ertu hrifinn af smáfulgum?
– Það fer eftir sósunni.
Ótrúlegir alþingismenn
Á meðan lotan um vatnalögin stóð yfir á alþingi kom orðið sirkus aftur og aftur upp í hugann. Íslensk orðabók skýrir orðið sirkus með; fjölleikahús. Þegar flett er upp á fjölleikum segir orðabókin; ýmiskonar skemmtiatriði ætluð til sýningar, loftfimleikar, töfrabrögð, tamin dýr látin sýna listir sínar.
Stökkið
Sagan segir frá nokkrum piltum sem í galsa stundarinnar leituðu eftir ævintýrum og gengu niður á bryggju. Sjórinn hafði brotið skarð í bryggjuna, „…það var allbreitt skarð, framarlega. Það var norðangola og úfinn sjór. Sá, sem á undan fór, var glanni, hann hljóp til og stökk yfir skarðið. Hann fann, að það mátti ekki tæpara standa, að hann gæti fótað sig hinumegin, það var svo langt hlaup og hált á borðunum.“
Gramur í bókabúð
Ein af hinum notalegri endurminningum er um heimsóknir í bókabúðir. Tók að ástunda þær sem unglingur og urðu þær fastur liður í lífsmunstrinu. Minnist Bókabúðar Snæbjarnar í Hafnarstræti. Bókaforlagsins Norðra í sömu götu og bókabúðar Braga Brynjólfssonar á horninu austast við hliðina á Veiðimanninum. Einnig voru bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og Mál og menning fastir viðkomustaðir. Og ekki má gleyma Helgafelli á Veghúsastíg.
Góðir dagar í sveitinni
Það er ein af guðsgjöfunum, litla húsið okkar Ástu í sveitinni. Við vorum þar um helgina. Fengum stóra helgi. Guðir veðursins deildu út ljúfleika (hef aldrei skilið til fullnustu tal um veðurguði) og allan tímann var stafalogn. Hitastig var allt að fjórar gráður í plús. Það er ekki sjálfgefið á slóðum ,,inn til landsins” eins og Veðurstofa Íslands orðar það. Þá var jörð auð og tiltölulega blítt yfir að líta.
Bláa kannan
Skáldsagan Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Var að ljúka við hana. Lauk henni. Hef ekki haft úthald til að ljúka Íslenskri skáldsögu síðan Skugga-Baldri Sjóns. Var hrifinn af henni. Er líka hrifinn af Karítas. Sérílagi fyrsta hlutanum. Hann er magnaður. Hefur þennan sterka undirtón sem kraftmikil skáldsaga á hafa. Svo sterkan að maður finnur fyrir honum allan tímann. Án þess að vera nefndur.
Undir áhrifum
Það koma svona dagar þegar áhrif fylla huga manns. Áhrif sem flæma rósemi í burt og einhverskonar kný eða óþol fyllir rýmið. Þetta leggst einnig á heilann og síðan vex þetta og verður að einskonar fóstri sem krefst fæðingar. Og hananú. Engin miskunn. Af stað.
Hálsbindin sjö
Aðalgöngugatan í Amsterdam heitir Kaalverstraat. Þúsundir manna fara um hana dag hvern. Ótal verslanir eru beggja vegna götunnar. Göngufólkið skoðar í búðargluggana. Flestir fara sér hægt. Þvergata ein sem liggur frá Kaalverstraat ber það ágæta nafn Heilagivegur. Í húsi númer sjö við Heilagaveg var lítil verslun sem sérhæfir sig í sölu hálsbinda. Á ferð eitt árið fyrir alllöngu, litum við Ásta inn í þessa verslun.