Það er bílasýning í Fífunni í Kópavogi. Ég fór þangað. Afar langt síðan síðast. Svo langt að ég einu sinni man ekki hvenær. Svo ég dreif mig. Um hádegisbil. Margt kom til. Eitt af því er að bílinn minn verður 16 ára í haust. Hefur dugað okkur afar vel. Þótt margt væri á hann lagt. En það er önnur saga.
Hví grætur þú?
Það var blíðlega laðandi vorið sem andaði inn í tilveru okkar og umhverfi á föstudagsmorguninn. Snjórinn og frostið sem réði ríkjum á skírdag hörfaði hraðbyri undan hlýrri vorgolunni. Og það rigndi. Vorið kom þann morguninn. Langþráð.
Það er, finnst mér, sannarlega dásamleg bók
Það var árið 1969. Ég fór í fornbókabúð. Hún var neðarlega á Skólavörðustíg. Líklega Bókin. Keypti gjarnan sjö átta bækur og tók með mér heim. Við bjuggum þá á Selfossi. Í þessari ferð eignaðist ég Játningar Ágústínusar útg. 1962, þýdd af Sigurbirni Einarssyni. Hún varð strax mikil uppáhaldsbók. Greip í hana á hverju ári.
Árni Arinbjarnarson, minning.
Fáein kveðjuorð. Og þakkar. Fallinn er frá öðlingurinn og tónlistarmaðurinn Árni Arinbjarnarson. Fyrir fimmtíu árum kynntumst við á sumarmóti Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti. Hann stjórnaði söng og lék undir. Það voru gleðistundir.
Konan með tebollann
Hún sat upp við vegginn við hlið súlunnar með stóran tebolla sem hún hélt með báðum höndum upp að vörunum án þess að drekka og hún starði fjarrænum augum yfir kaffistofuna á gólfið fjærst henni.
Samtal á Svarfhóli. II
„Þú varst nú ekki jólasveinslegur á þeim árum,“ sagði Rabbi.
„Nei,sennilega ekki.“
„Þú grenjaðir stundum á kvöldin.“
„Kvöldin voru verst.“
„En voru ekki allir heldur góðir við þig?“
„Það var helst þú.“
Samtal á Svarfhóli
„Þú ert með heilmikið skegg.“
„Mikið? Það telst nú varla mikið.“
„Þú ert einsog jólasveinn.“
„Er ég það?“
„Já, ég sé ekki betur.“
„Allt í lagi. Ef þér líður betur með það.“
Í strætóskýlinu ll
Náungi minn í strætóskýlinu hnipraði sig enn meira saman og nú réri hann fram í gráðið. Umlið varð ögn hærra. Ég stóð upp, engum háður og sæmilega bjartsýnn og bjóst til að fara. Það var þá sem ég heyrði ekkahljóðin.
Í strætóskýlinu
Ekki man ég hvað langt er síðan ég fór í strætó síðast. Hátt í tuttugu ár sennilega. Mér finnst strætó óvinveittur mér. Eins og margar opinberar stofnanir. Aftur á móti gerði ég mér það til tilbreytingar upp úr hádegi í dag að leggja bílnum mínum í borgarhverfi sem ég veit svo sem ekkert um. Fjarri mínum slóðum. Og ég labbaði dálítinn spöl frá bílnum og settist á bekk í strætóskýli. Það var ekki rigning.
Perlur
Við næsta borð sátu eldri hjón. Þau voru fremur smávaxin og höfðu keypt sér langloku og kaffi og karlinn átti erfitt með að stinga gafflinum í langlokuna því skorpan var svo hörð og mikill skjálfti í höndunum á honum.