„Fyrir rúmar 30.000 kr. á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar t.d. um 24.000 og þá er allt annað eftir.“
Lúlu á nítján og Bjarni í Litla-Bæ
Þeir falla frá, einn og einn, holtararnir sem voru hluti af lífi manns í æsku. Fólk sem maður hitti ekki í sextíu til sjötíu ár, en eru samt svo sterk í minningunum og það bregður fyrir viðkvæmni í brjósti manns við lestur minningargreinanna um þau.
The Three Fat Women of Antibes.
Dagurinn í dag, góður fyrir gróðurinn og góður fyrir gamlan karl sem ekki hefur átt almennilega heimangengt í hálft ár eða meira. Enda brugðum við hjónin undir okkur betri dekkjunum og skruppum í Holuborg um hádegisbil. Það var ánægjuleg ferð.
Arnbjörn Eiríksson, sárafá kveðjuorð.
Í gær var borinn til moldar einstakur öðlingur, Arnbjörn Eiríksson.
Æðrulaus, lítillátur og hógvær mætti hann örlögum sínum þegar hann var greindur með banvænan sjúkdóm og sagði: ,,Ég ætla að vera jákvæður alla leið. Þar til yfir lýkur.“ Og við það stóð hann. Jákvæður og æðrulaus alla leið.
Í búsáhaldabúð í tengslum við konudag
Alltaf hef ég haft ánægju af að fara í búsáhaldabúð. Man fyrst eftir ferð með mömmu minni. Þá hef ég líklega verið 8 ára gamall. Verslunin var uppi á Laugavegi nokkurn veginn á móti Sandholtsbakaríi. Það var farið upp tvær eða þrjár tröppur. Mamma ætlaði að kaupa matardiska fyrir sex.
Mamúska
Mögnuð frásaga af magnaðri lífsgöngu. Hóf lestur hennar tortrygginn. Enda kominn á þann aldur að líka vel við fáar bækur. En byrjunartextinn, fyrstu níu línurnar hrifu mig. Einmitt svona eiga línur að vera. Og þær urðu til þess að ég las bókina hvíldarlítið.
Álftirnar kvaka
Sólin hafði brotist fram úr skýjunum. Það var opið út á svalirnar til að fanga nokkra rúmmetra af tærum andvaranum. Þá komu sjö álftir fljúgandi. Komu úr vestri og hvinur vængjanna heyrðist þegar þær fóru hjá. Stórar, hvítar og heillandi. Sjö saman. Komu úr vestri.
Gamlir menn í biðröð
Líf mitt einfaldast nokkuð hratt þessi árin. Fer sjaldnar og sjaldnar á mannamót. Kannski er fælni um að kenna. Oftar þá verðlagningu aðgöngumiða. Enda er ég eldri borgari og illa liðinn af stjórnvöldum.
Þrátt fyrir einföldunina kemst ég ekki hjá því að mæta hjá læknum. Í kerfisbundnar skoðanir. Og þar hitti ég stundum fólk. Ein slík heimsókn til læknis var í morgun kl. 10:20.
Mjótt er hliðið
Mjög er í tísku um þessar mundir að dæma speki Guðs úrelta.
Fólk ber sér á brjóst og hrópar á fjöllum, Guð er dauður.
Þannig hefur það verið gegnum aldirnar.
Verkamaður
Á heimleið vestan af Seltjarnarnesi um tvöleytið í dag, – hvar við höfðum kvatt ung ættmenni sem flytja búferlum til Svíþjóðar með Norrænu í næstu viku, – akandi frá Hirtshals – og ókum Hringbraut, Ásta við stýrið, tók ég eftir manni á gangstéttinni. Hann var klæddur vinnugalla, óhreinum vinnugalla og með litla hliðartösku, svona kaffibrúsa og bitatösku.