„En hví birtist ég nú í þessu óvenjulega gervi? Það skuluð þið fá að vita ef þið vilduð vera svo væn að ljá mér eyra.
Íslensk öndvegisljóð
Ég var svo heppinn að frú Ásta, þessi umhyggjusama kona, skenkti mér nýju bókinni Íslensk öndvegisljóð, sem Bjartur gaf út fyrir skemmstu. Þetta var um morgun í liðinni viku í upphafi ferðar til fárra daga dvalar í sveitinni.
Á Menningarnótt
„Hvílíka raust hóf ég til þín, Guð minn, er ég las sálma Davíðs, trúarljóðin, söngvana guðlegu, sem hvergi rúma drembinn anda!
Sá sem örið hlýtur, hann ber það
Á yngri árum hafði ég mikla og notalega ánægju af ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Alla götur síðan tók ég bækur hans fram og vænti fyrri ánægju.
Þegar það heppnaðist leið mér vel. Birti ég hér eitt ljóða hans hvað ég hitti á í fyrradag:
Gúlar
,,Um tvítugt fékk ég í hendur bók nokkra eftir Aristoteles, er nefnist ,,Tíu hugmyndaflokkar“. Þegar mælskukennari minn í Karþagó og aðrir, sem töldust lærðir, nefndu hana, tútnuðu gúlar þeirra af stærilæti.
Beðið eftir strætó
Þetta var eitt af þessum opnu biðskýlum. Vindáttin stóð beint upp á, 15–16 metrar og úrhelli. Bílarnir sem óku hjá, flestir á verulegri ferð, jusu vatninu yfir gangstéttina og inn í skýlið. Þrjár manneskjur voru í skýlinu, væntanlega að bíða eftir strætó. Tveir karlar og ein kona.
Minning: Ásta Ólafsdóttir
Ásta Ólafsdóttir, föðursystir mín, er fallin frá. Hún var kvödd frá Bústaðakirkju 23. maí. Þar með hefur allur systkinahópurinn, sjö börn Hreiðarsínu Hreiðarsdóttur og Ólafs Þorleifssonar, sem lengst af bjuggu á Grettisgötu 61, kvatt þetta tilverustig.
Hershöfðingi dauða hersins
Svo segir á baksíðu bókarinnar:
„Tuttugu árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar kemur ítalskur hershöfðingi til Albaníu að leita uppi jarðneskar líkamsleifar landa sinna og flytja þær heim. […] Á meðan þeir glíma við að bera kennsl á þúsundir beina í ómerktum gröfum kynnast þeir lífi og hugsunarhætti heimamanna sem margir eiga enn óuppgerðar sakir við óvininn.“
Vænting
Svo koma þeir
dagarnir
þegar allt er tómt
Spörfuglar
Í gær í sveitinni.
Veður var eins og haustveður geta orðið best.
Dularfull hula hátt í lofti.
Stafalogn.
Lyktin af haustinu yfir og allt um kring.