Ekki á fótum fyrr en undir átta. Þá var bjartara úti en marga undanfarna morgna. Verkaði vel á sálina. Og kaffið rann niður og þaut út í æðarnar. Eftir seinni bollann byrjaði Ásta að tala. „Það væri gott að ganga svolítið núna.” „Já, elskan mín, fyrir alla muni gakktu.” „Mundir þú koma með” „Viltu nokkuð vera að draga mig inn í þetta?” Þögn.
Hver mun annars taka í hönd mína?
Til eru orð sem lífga og til eru orð sem deyða.
Lífið er þakið orðum.
Orð flæða og flæða.
Davíðssálmur á rakarastofu
Staddur inni á rakarastofu fyrr í vetur, hvar ég sat og las í blaði og beið eftir að að mér kæmi, vék sér að mér sá sem rakarinn var að ljúka við að klippa. Hann heilsaði mér blíðlega og þakkaði innilega fyrir grein sem ég hafði skrifað mörgum árum áður, í blað, um Davíðssálm 23. Vinsemd mannsins kom mér á óvart enda er hann þekktur milljarðamæringur í þjóðinni. Viðbrögð mín urðu því fremur klaufsk. „Gerði ég það?” var það eina sem ég gat sagt.
Á grænum grundum
Á meðan flensudagarnir gengu yfir, það tók tíu daga, og fólk breiddi sæng upp fyrir haus til að draga úr óbærilegum hóstakviðum, fengust sálir okkar við það að rifja upp gamla og góða daga. Daga, þegar æskan réði ríkjum og ný tegund af tilfinningum spratt fram af ægikrafti. Geisaði eins og stormsveipir og lyftu lífsglöðum unglingum upp af jörðinni.
Gúnegg, gúnegg í kríuskegg
Það hefur löngum verið sagt að „illur ræðari kenni árunum.” Við lærðum þennan málshátt ungir, drengirnir á Holtinu. Enda áttum við okkar eigin vör. Grímsstaðavör. Þar var alltaf is og þys á vorin þegar rauðmaginn kom. Við hópuðumst þangað niður eftir og tókum þátt í braski karlanna. Færðum fyrir þá hlunna og hjálpuðum þeim að setja bátana og koma þeim upp á kambinn. Seinna lögðu þeir teina niður í sjávarmál og komu sér upp vindu. Þá þurfti bara hlunna á stórstraumsfjöru.
Þakklætið í hjarta mínu
Stundum er eins og öll tilvera manns fyllist af þakklæti. Það er góð tilfinning. Og hún flæðir. Á slíkum stundum beinist hugsunin til Guðs sem ofar öllu miðlar af gæsku sinni til hárra og lágra. Ekki veit ég um neitt sem gefur meiri lífsfyllingu en trú á Guð. Aftur og aftur fyllist hjartað af þakklæti yfir því að hann skyldi halda út í samskiptunum við mig.
Ertu hvað?
Morgunblaðið er alltaf á leiðinni eitthvert. Stýrimenn þess taka ákvarðanir um stefnur. Lengst af höfum við átt samleið. Gerðist áskrifandi unglingur. Foreldrarnir keyptu Þjóðviljann og Alþýðublaðið. Sem þróttmikill ungur maður keypti ég öll dagblöðin og fylgdist með þjóðmálunum af afli. Sagði raunar Þjóðviljanum upp, öskureiður, þegar hann gekk alltof langt í að skíta miklum skít á útlending sem sest hafði að á Íslandi.
Smiðirnir og húsið
Mér er Silvía minnisstæð. Hún átti stundum svolítið bágt í sálinni en var ágæt á milli. Þær andlegustu í söfnuðinum sögðu að það væru í henni ýmiskonar andar sem gerðu henni erfitt fyrir. En Sylvía var elskuleg kona. Hafði verið frelsuð um alllangt skeið þegar þetta var. Hún brosti við fólki og auðsýndi vinsemd. En þegar andarnir sóttu að henni kom hún ekki á samkomur um nokkra hríð. Svo kom þessi kraftaverkamaður frá Skotlandi. Það eru um það bil 30 ár síðan.
Langt tilhlaup
Það var 23. janúar s.l. sem hér birtist pistill um höfuðverk og magnyl. Þá var gerð tilraun til að setja mynd inn á síðuna til að auka frásagnargildi textans. En tilraunin mistókst og menn fengu sér magnyl. Eitt og annað hefur drifið á daga pistlahöfunds síðan þetta var og meðal annars, og það langversta, var svæsin inflúensa sem herjaði eins og árás hryðjuverkamanna á öndunarfæri, lungu, barka, háls og nef.
Þar fyrir ofan
Það fór nú þannig fyrir mér við lestur kaflans um trúmál í bók Nietzsches, Handan góðs og ills, að ég komst ekki hjá því að skrifa pistil, í gær, um gullnu reglu Biblíunnar. Svona eins og til að jafna mig. Aldrei hef ég lesið eða heyrt annað eins orðalag um kristna trú eins og birtist í bókinni. Aldrei heyrt rætt um hana á jafn neikvæðan hátt. Ætla þó að efnið sé talið vitsmunum vafið af einhverjum hópi manna.