Það er ekki einfalt fyrir fólk að fylgja hugsun og orðum Krists. Að jafnaði fellur það ævinlega í þá gröf að taka sjálft sig fram fyrir hann jafnvel þótt það hafi orð hans á vörunum daginn út og daginn inn. Það er nefnilega mikill vandi og krefst hugsunar og sjálfsafneitunar að taka orð Guðs fram fyrir sjálfsdýrkun og sjálfsaðdáun.
Finca Vigia
Það er margslungið mál, þetta með vináttu. Einn morguninn rifjaðist upp fyrir mér hve einlæga vini ég eignaðist ungur maður. Og hvað þeir aftur og aftur yljuðu mér á misgóðum tímum í lífinu. Vinir eins og Róbert, Pílar, Pabló og María, eða Jake, Brett Ashley og Robert Cohn. Aftur og aftur buðu þau mér í veislu til sín. Sem var hluti af lífsnautninni.
Að tala þannig
Menn skiptust í flokka um skoðun á Kristi. Þannig er það einnig í dag. Menn greinir á. Það er ekki nóg með að flokkarnir skiptist í þá sem trúa og hina sem ekki trúa. Sei, sei, nei. Það er líka mikill fjöldi af mismunandi flokkum sem trúa. Og svo deila þeir um kenningar. Það er annars ákaflega merkilegt að velta þessu fyrir sér. Þó ekki af svo miklum ákafa að maður hætti að sjá Krist, þar sem hann í hógværð sinni fylgir heilögum anda sem leitar þeirra sem vilja með hann hafa.
Rándýrir hanskar
Við horngluggann, í morgun, yfir kaffibollunum litum við í ljóðabækur tvær, litlar en snotrar, eftir Björn Sigurbjörnsson. Þessi við erum við Ásta. Hún hafði látið áhuga sinn fyrir einu ljóðanna í ljós fyrir tveim vikum, þegar hún heyrði á Rás eitt lesið ljóðið 11. september, eftir Björn. Það varð til þess að ég gerði mér erindi niður í Mál og menningu einn daginn til að skoða bókina, sem reyndust vera tvær, og keypti þær og gaf Ástu í afmælisgjöf. Önnur heitir Orð og mál, hin Út og heim.
Vinátta á mynd
Við fórum í gær, við Ásta, á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands eins og við höfum gert mörg undanfarin ár. Þetta er mikil sýning. Ótal myndir af miklum atburðum, flestar stórar og margar í sterkum og hörðum litum. Þarna eru grátlegar myndir, svolítið fyndnar myndir, myndir af íþróttum og flest öllu þar á milli.
Prestlegur tölvupóstur
Um síðustu helgi varð nokkurt uppnám vegna útvarpsræðu prests Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Kom þar fram að formaður prestafélags þjóðkirkjunnar hafði hvatt kollega sína í stéttinni, með tölvupósti, til að hvetja fermingarbörn og aðstandendur þeirra sem ekki væru þegar skráð í þjóðkirkjuna, til að skrá sig þar og yfirgefa þar með það samfélag sem þau tilheyrðu.
Úr gamalli afmælisdagabók
Hvað er fegra en sólarsýn,
þá sveimar hún yfir stjörnurann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Kaloríur og kolvetni
Vafalaust eru það ekki margir íslendingar sem leggja á sig að fasta af trúarlegum ástæðum. Aftur á móti er augljóst að mjög margir fasta til að minnka á sér offituna. Eru bæði kolvetna- og kalóríuföstur á hvers manns vörum um þessar mundir. Fyrir líkamann. En föstur af trúarlegum ástæðum eru fyrir andann. Hjartað, sálina, hugann og máttinn, þessum þáttum sem Guð ætlast til að fólk trúi af.
Hún er sex mánaða í dag
Það er þannig með blessuð börnin, að á meðan þau eru kornabörn er talað um aldur þeirra í vikum, síðan í mánuðum. Loks verða þau einhverra mánaða gömul, þriggja, fjögurra, fimm eða sex. Þannig er með yngsta barnið okkar Ástu, það er sex mánaða í dag, áttunda mars. Ótrúlegt hvað timinn líður hratt.
Öskudagur 1
Það er við hæfi að tala um iðrun í upphafi sjöviknaföstu. Öskudagur er einmitt fyrsti dagur föstunnar og tilkominn til þess að fá fólk til að skerpa á trú sinni, rifja upp píslargöngu Krists og þau andlegu verðmæti sem felast í atburðunum á Golgata.