Fræull

Veðurhryðjurnar í morgun, árla, hvolfdust yfir byggðina hérna við snjólínu og tilveruna við horngluggann. Nærliggjandi húsaraðir hurfu í vatnsmestu gusunum. Stormurinn bókstaflega slengdi regninu sem þeyttist umhverfis blokkina. Kom úr suðaustri. Byggingarkranarnir á nærliggjandi svæði lensuðu máttvana. Fátt fólk var utanbíla.

Lesa áfram„Fræull“

Bragðlítið kaffi

„It is sundaymorning and it is rain.” Þannig kynnti þulurinn fyrsta atriði sunnudagsins á New Port News hátíðinni fyrir um fjörutíu árum síðan. Mikill mannfjöldi var þarna samankominn til að hlusta. Mahalia Jackson gekk fram á sviðið, ábúðarmikil og full af orku, og söng lagið Rain. Á eftir fylgdi röð trúarlaga sem einmitt voru hennar einkenni og blessuðu hjörtu miljóna hlustenda um víða veröld, árum saman.

Lesa áfram„Bragðlítið kaffi“

Vitsmunir og viska

Stundum heyrist af mönnum sem búa yfir meiri visku en almennt gerist. Orðið viska hefur þó, eins og flest önnur orð, fleiri en eina merkingu og fer það gjarnan eftir málsvæði eða fagi eða einhverjum ramma sem orðin eru notuð innan. Við lestur trúarbóka, speki og eða viskurita, fá þessi orð um visku og speki gjarnan aðra merkingu en þau hafa í daglegu tali.

Lesa áfram„Vitsmunir og viska“

Óvenjulegt æðruleysi

Ljóðabækurnar hans Björns Sigurbjörnssonar sem ég nefndi um daginn, hafa orðið mér hugleiknari með hverjum deginum. Þær hafa legið á kringlóttu litlu borði við horngluggann og við Ásta gripið þær á milli kaffibolla á morgnanna. Andinn í bókunum er svo óvenjulega æðrulaus og leikur um huga manns á þægilegan og stundum dulmagnaðan hátt.

Lesa áfram„Óvenjulegt æðruleysi“

Margir fá frí um páska

Páskarnir nálgast. Margir fá frí og verða sér úti um tilbreytingu af einhverri gerð. Og svo auðvitað páskaeggin. Áætla má að færri hefðu áhuga á pistli sem þessum ef hann hæfist svona: Föstudagurinn langi nálgast. Píslarganga Krists og krossfestingin. Já. Það eru væntanlega ekki margir, nú til dags, sem setjast hljóðir og íhuga þau mál. Nei. því miður.
Og til eru kirkjur sem telja sig kristnar en eru læstar þann föstudag.

Lesa áfram„Margir fá frí um páska“

Samhjálp og dagbókin okkar

Við Ásta sátum við horngluggann okkar í morgun, sötruðum sjóðheitt kaffi og fórum yfir atriði afmælishátíðar Samhjálpar sem haldin var með pompi og prakt í Fíladelfíukirkjunni sunnudaginn 23. mars, s.l. Við ræddum meðal annars þel stjórnarmanna safnaðarins sem buðu okkur að koma í samkomuna þar sem þeir vildu heiðra okkur og færa að gjöf konfekt fyrir vel unnin störf í Samhjálp í 23 ár. Hvað við afþökkuðum.

Lesa áfram„Samhjálp og dagbókin okkar“

Þjáning og fegurð

Franski listmálarinn Henri Matisse lést 1954, þá 86 ára að aldri. Síðustu ár ævinnar þjáðist hann mjög af liðagigt sem afmyndaði hendur hans og olli stöðugum þjáningum sem gerðu honum erfitt að halda á pensli. Hann hélt samt áfram að mála og til þess að valda penslinum þurfti hann að vefja tuskum um fingurna. En þjáningin var stöðugt sú sama.

Lesa áfram„Þjáning og fegurð“

Hjörtu sem elska

Það er ekki algengt nú til dags að heyra fólk tala um Krist og þjáningar hans. Flest allir eru uppteknir af sínum eigin málum, hvort sem þau eru mikilvæg eða ekki. Svo virðist sem trú og kristindómur sé nútímafólki ekki hátt í sinni utan þessi árlega bylgja af fermingum sem minnir á eitthvað allt annað en Krist og píslargöngu hans. Hér á landi virðist sem peningar eigi að túlka alla hluti, veraldlega og andlega.

Lesa áfram„Hjörtu sem elska“

Bloggið um Írak

Þetta hófst með því að maðurinn spurði hvort ég væri með ný gleraugu. „Nei, ekki aldeilis. Þau eru árs eða tveggja.” „Hví spyrðu?” „Mér sýnist eitthvað vera breytt við þig.” „Hvað ætti það að vera?” „Ég veit það ekki. Ertu nýklipptur, kannski?” „Nei sko ekki, rakarinn minn er á Kanarí. Sex vikur held ég.” „Það er samt eitthvað breytt við þig,” sagði maðurinn, en við höfum hist á hverjum degi síðustu mánuði. „Hvað getur verið svona breytt við þig?” sagði hann svo eftir að hafa skoðað mig um hríð. „Ja, ég veit ekki um neitt, nema að það var skipt um bremsuklossa í bílnum mínum í morgun.”

Lesa áfram„Bloggið um Írak“

Sælureitur á jörð

Það var svo ágætur dagur í gær. Við fórum í göngutúr um Smáralind á leiðinni suður í Hafnarfjörð. Þar var ekki margt fólk á ferðinni. Helst í austurendanum á efri hæðinni þar sem þrír sýndu glennur úr Rómeó og Júlíu. Skrítið. Svo sýndu nokkur unglingapör dansa. Hægan vals og tangó og rokk. Sá þarna miðaldra konu, smá-vaxna. Hún ók innkaupakerru með sitt lítið af hverju í og horfði á atriðin lengi, lengi. Ég fékk á tilfinninguna að engin biði hennar heima.

Lesa áfram„Sælureitur á jörð“