Maðurinn og skugginn

Grúskaði í áður lesnum bókum mínum á síðustu dögum. Las meðal annars um Þales. Hann var uppi frá 624 f. Kr. til 546 f. Kr. Frásagan af honum vekur alltaf með mér nokkra aðdáun á manninum. Fyrir greind hans og vitsmuni. Sagt er að hann hafi haldið því fram að „allt sé vatn”. Og þannig, segja menn, hófst heimspekin.

Lesa áfram„Maðurinn og skugginn“

Í sumarbyrjun

Í blaðaviðtali skömmu fyrir Oscars-verðlaunaúthlutun árið 1986, spurði blaðamaðurinn Barbara Walters bandarísku forsetahjónin, Ronald og Nancy Reagan, hvernig þau hefðu farið að því að halda lífi í ást sinni í þrjátíu og fimm ár. Á meðan þau veltu fyrir sér spurningunni vildi blaðamaðurinn auðvelda þeim að svara og bætti við annarri spurningu: „Var það kannski af því að þið voruð bæði fús til að gefa og þiggja á helmingaskiptum, 50-50?”

Lesa áfram„Í sumarbyrjun“

Best vina

Dagur bókarinnar. Á alheimsvísu. Mér finnst ekki hægt annað en að nefna það. Íslenski sérfræðingurinn segir þó í grein í Mogganum í morgun: „Ekki kemur blogg í bókarstað.” Ég veit ekki hvort hann hugsar þá fremur sem lesandi eða höfundur. Kannski bæði. Hvað um það. Málið snýst að sjálfsögðu um hugsun sem fer milli manna. Orðin eru tækin sem móta hugsunina og gera kleyft að flytja hana frá manni til manns, hvort sem þau eru töluð eða skrifuð.

Lesa áfram„Best vina“

Páskakveðja

Páskadagur stendur fyrir sigri hins góða yfir hinu illa. Lífinu yfir dauðanum. Páskadagur var fyrsti virki dagur eftir hvíldardag gyðinga, sem var hinn sjöundi dagur í sköpunarsögunni, laugardagur. Sunnudagur var fyrsti dagur vikunnar, sólardagur. Sunnudagur er upprisudagur Drottins og þess vegna Drottinsdagur. Kristnir menn gerðu hann að sínum hvíldardegi. Hann er dagur ljóssins í lífinu. Vonar og huggunar.

Lesa áfram„Páskakveðja“

Nú brjótum við brauðið

Dagurinn gær, föstudagurinn langi, varð okkur örlátur. Í margvíslegu tilliti. Það er margt sem maður getur verið þakklátur fyrir ef maður gefur sér næði til að meta það. Til dæmis fyrir lífið. Dagurinn í gær var þannig hjá okkur Ástu. Við vorum þakklát fyrir lífið og öll þessi fínu atriði sem Guð hefur lagt á nægtaborðið okkar. Dagurinn í gær helgaðist og af ritningarorðum.

Lesa áfram„Nú brjótum við brauðið“

Ég mikil undur sé

Það er föstudagsmorgun. Klukkan er liðlega sjö. Kaffitíminn okkar Ástu búinn. Það er kyrrð yfir öllu. Við ræddum um ritninguna. Settum Taize disk í spilarann. Lofum Drottin. Ræddum krossfestingu Krists. Þýðingu hennar fyrir alla menn. Sektarfórn. Sem gefur mönnum kost á fyrirgefningu. Fyrirgefningu! Allir þarfnast fyrirgefningar. Sáttar við Guð. Sem fæst aðeins við krossins helga tré.

Lesa áfram„Ég mikil undur sé“

Gömul saga og ný

Forn frásaga greinir frá dreng nokkrum og afa hans sem teymdu asna niður eftir aðalgötu þorpsins. Ýmsir hlógu að þeim fyrir að vera svo heimskir að sitja ekki á asnanum. Svo að afinn ákvað að fara á bak og reið asnanum þangað til að einhver gagnrýndi hann fyrir að láta drenginn ganga. Þá setti afinn drenginn upp á asnann þangað til einhver…

Lesa áfram„Gömul saga og ný“

Gefendur og gjafir þeirra

Stuttmyndin The Stone Carvers vann Oscarsverðlaun árið 1984 sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um lítinn hóp listamanna sem hafði eytt fjölda ára við að höggva í stein skrautmyndir fyrir dómkirkjuna í Washington. Sagnfræðingar segja að myndhöggvarar sem skreyttu dómkirkjur á miðöldum hafi aldrei merkt sér listaverk sín, heldur kosið að starfa nafnlaust og eingöngu þegið heiður frá Guði.

Lesa áfram„Gefendur og gjafir þeirra“

Fimm plús ein

Mætt að nýju við horngluggann, árla, með sjóðheitt kaffi, lét ég í ljós innilega gleði yfir endurkomu Ástu og nærveru. Í miðjum bolla númer tvö tók hún að segja frá ferðinni á ráðstefnuna sem haldin var á Skagen á nyrsta odda Danmerkur. Þar komu saman um 170 starfsmenn félagsmálastofnana norðurlandanna til að hlusta á sérfræðinga og fræðast um störf kolleganna.

Lesa áfram„Fimm plús ein“

Öll borgin í uppnámi

Þýðingarmiklir dagar fara í hönd. Það er að segja, fyrir þá sem taka trúna á Krist alvarlega. Vikan fyrir páska. Gjarnan nefnd hljóðavika eða dymbilvika. Sem þýðir að þau sem helga huga sinn fyllast kyrrlátri lotningu. Það er með ógn í hjarta sem maður les um þessa daga í ritningunum. Fylgist með því hvernig þessi undraverði Kristur heldur ótrauður í átt til krossins sem hann vissi, allt frá því að hann glímdi í eyðimörkinni, að var hlutskipti hans.

Lesa áfram„Öll borgin í uppnámi“