Strákar og stígvél

Það rifjast gjarnan upp löngu gleymdar minningar frá æskudögum þegar menn sem voru áberandi í æsku manns falla frá. Upp í hugann koma ýmis atvik frá fyrri dögum. Minnist, við fráfall Hauks Clausen, þeirra daga þegar þeir bræðurnir hann og Örn æfðu frjálsar íþróttir í mýrinni skammt frá æskuheimili mínu á svæði sem kallað var Vatnsmýrin á þeim dögum.

Lesa áfram„Strákar og stígvél“

Morguninn eftir

Við fórum snemma á fætur morguninn eftir kosningadaginn, eins og vant er, við Ásta. Þeim gekk illa að ljúka talningu í sumum kjördæmum og Ingibjörg Sólrún féll ekki út fyrr en við vorum komin út í bíl. Við vorum á leið í göngu eftir morgunkaffið. Það kom mér ekki á óvart að Ingibjörg féll út. Fylkingin hennar hefði átt að segja okkur verkafólkinu hvað það væri sem þau gætu gert betur en ríkjandi stjórn.

Lesa áfram„Morguninn eftir“

Stormurinn og sólin

Sólin og vindurinn deildu um það hvort þeirra væri sterkara. Þau ákváðu að skera úr um það við fyrsta tækifæri. Þegar maður nokkur, klæddur jakka, gekk niður eftir sveitarvegi sammæltust sólin og vindurinn um að keppa um það hvort þeirra yrði fyrra til að fá manninn til að klæða sig úr jakkanum. Vindurinn byrjaði.

Lesa áfram„Stormurinn og sólin“

Sígilt og leiftrandi

Straumar sem fara um fólk eru af mismunandi toga. Þegar sagt er straumar er verið að tala um áhrif sem eitt eða annað hefur á fólk. Eitt eða annað. Tek tónlist og texta sem dæmi. Við Ásta hlýddum í gærkvöldi á War Requiem, eftir Benjamín Britten, í Háskólabíói. Það var hrífandi tónlist, hrífandi textar og glæsilegur flutningur. Áhrifin mikilfengleg. Áhrifin.

Lesa áfram„Sígilt og leiftrandi“

The Quiet American

Heyrði einu sinni enskan sjónvarpsmann sem fór um lönd og gerði kynningarþætti, ágæta þætti, meðal annars einn um efnaða búgarðseigendur í Argentínu og tangó. Hann sýndi fólk sem dansaði tangó, þennan ástríðufulla dans sem maður horfir agndofa á og nær ekki alveg tökunum á því hvort hann er dans eða ástríðuathöfn.

Lesa áfram„The Quiet American“

Smá útúrdúr

Það var við horngluggann í morgun. Kaffið var óvenju gott. Fyrsti bollinn var drukkinn að mestu án orða. Slydda utan við gluggann. Í maí. Slatti af kosningablöðum á borðinu. Ásta sagði: „Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að kjósa?” „Já.” „Ætlar þú að breyta til?” „Nei. En Þú?” „Nei. Þetta kom til umræðu í vinnunni í gær. Fólk talaði af miklum ákafa um allt þetta nýja fólk sem býður sig fram og allt þetta góða og fína sem það ætlar að gera fyrir alla. Svo kom að mér.

Lesa áfram„Smá útúrdúr“

Tímar meiri alvöru

Minnist þess oft hve barnalegt mér þótti fyrst þegar ég heyrði menn segja að trúin og ritningin gætu verið virk í lífi manna. Samt var ég alinn upp við þá trú sem mamma mín iðkaði og sótti til þjóðkirkjunnar. Hún signdi okkur bræðurna þegar hún klæddi okkur í hrein kot eftir bað og kenndi okkur ýmis vers sem tíðkuðust í uppvexti hennar kynslóðar. Svo komu tímar meiri alvöru.

Lesa áfram„Tímar meiri alvöru“

Góður laugardagur

Það er engin launung að á sumum dögum býðst listilegra efni til neyslu fyrir sál og anda á almennum markaði en á öðrum. Veiti maður því athygli og sé áhuginn sæmilega lifandi. Tvær slíkar veislur komumst við Ásta í síðastliðinn laugardag. Sú fyrri var í Seltjarnarneskirkju á Listahátíð þar, sú síðari í Langholtskirkju á vortónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar.

Lesa áfram„Góður laugardagur“

Sungið til jarðar

Þessi vika einkenndist af umhugsun og undirbúningi fyrir útför góðs vinar norður á Akureyri, Huldu Sigurbjörnsdóttur. Við Ásta ókum norður fyrsta maí. Kviðum nokkuð tali fjölmiðla um snjó á heiðum nyrðra sem allt reyndist orðum aukið. Ókum norður á alauðum vegi en á móti allhvössum vindi, eða 12 til 18 m/s. Og lítils háttar frosti. Komum til Akureyrar um þrjú leytið. Fengum inni á Hótel Norðurlandi.

Lesa áfram„Sungið til jarðar“

Pólitík á biðilsbuxum

Með hliðsjón af trú minni, sem er huglæg iðkun um sannleika og mannelsku Guðs, hef ég reynt í mörg ár að láta ekki pólitíska umræðu hafa áhrif á daglega tilveru mína. Geri mér þó fulla grein fyrir því að pólitík snýst um fjármagn þjóða, vald yfir því og meðferð. En vald er eitthvað sem fer illa með flest fólk og getur orðið að fíkn og vitað er að fíknir umbreyta fólki í fíkla.

Lesa áfram„Pólitík á biðilsbuxum“