Þrjú saman

Einn af þessum dögum fór í að endurpæla í Pælingum Páls Skúlasonar. Kaflinn, „Áhrifamáttur kristninnar” varð mér svo hugleikinn. Ekki síst á þessum helgu dögum trúarársins sem ætíð hafa lyft okkur Ástu dálítið upp fyrir hversdagsleikann. Og þótt við eyddum hluta úr degi til að endurskipuleggja geymsluna í kjallaranum (en það hafði verið á dagskrá frá því að við fluttum, fyrir 11 mánuðum) þá breytti það engu um ánægjuna af textum og anda daganna.

Lesa áfram„Þrjú saman“

Óratóría II – Talíta kúmí

Fyrir þrem árum var stofnuð lítil nefnd á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Viðfangsefni hennar var að koma með tillögur til úrlausnar á vanda útigangsmanna í borginni. Fyrir nefndinni fór ung kona, félagsráðgjafi, í borgarhlutaskrifstofunni í Mjódd. Sendi hún öðrum nefndarmönnum tölvupóst þar sem hún boðaði til fundar á skrifstofu sinni.

Lesa áfram„Óratóría II – Talíta kúmí“

Þytur af þýðum blæ

Það var veruleg stórhátíðarstund, síðastliðinn föstudag, hjá okkur Ástu þegar við fórum í Hallgrímskirkju og hlýddum á Óratóríuna Elía, eftir Mendelssohn. Þarna sungu fjórir einsöngvarar, sópran, alt, tenór og bassi og Módettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Hörður Áskelsson stjórnaði. Verkið er samið við Biblíutextana sem fjalla um spámanninn Elía og var flutningurinn aldeilis stórkostlegur.

Lesa áfram„Þytur af þýðum blæ“

Ýttu á tólf fyrir

Fyrst hringir í langan, langan tíma. Svo svarar vélrödd: Ýttu á einn ef þú vilt þetta, ýttu á tvo ef hitt, ýttu á þrjá fyrir einn möguleika enn og fjóra fyrir en annað. Bíddu annars…Því miður eru allir fulltrúar uppteknir. Símtölum verður svarað í röð. Svo liðu tíu mínútur og engin svaraði. Þá byrjaði brjóstsviðinn. Því miður eru allir þjónustufulltrúar uppteknir…. Því miður eru allir fulltrúar uppteknir.

Lesa áfram„Ýttu á tólf fyrir“

Að hugsa skýrt

„Það verður kannski seint sannað að skýr hugsun leiði til betra lífs en ég hef lengi haft þá trú að nauðsynlegt sé að heimspekingar fari út í samfélagið og tali við fólk, líkt og ég hef gert í starfi mínu meðal fanga, um gildi lífsins og yfirleitt allar þær hugmyndir sem heimspekingar fást við að reyna að skilja.” „… Það eru dæmi þess á meðal þeirra fanga sem ég hef kennt að þeir hafi breytt lífssýn sinni…”

Lesa áfram„Að hugsa skýrt“

Mundu steinarnir tala?

Í rauninni ætti ég að reisa Guði altari á dögum eins og þessum. Og kannski má hugsa sér að pistillinn sé það altari. Þau voru ekki öll úr harðviði altörin í gegnum tíðina, þessi sem menn hlóðu úr nærtæku efni, hvar sem þeir voru staddir, til þess að úthella hjarta sínu og lofa Drottinn eða rífa klæði sín og barma sér og harma. Mér fer líkt og Davíð ben Ísaí sem orti: „Hver er sem Drottinn Guð vor?” (Sálmur 113)

Lesa áfram„Mundu steinarnir tala?“

Krappur

Oft heyrist af einstaklingum sem tefldu á tæpasta vað og misstu fótanna. Það er ekki gott að missa fótanna. Þá skolar mönnum undan boðaföllum, iðum og straumköstum og þeir ráða engu um hvar eða hvort þeir ná einhverju taki til að stöðva sig. Þeir sem ekki ná taki tapa lífinu. Aðrir bjargast, mismunandi lemstraðir. Á það við bæði um sál og líkama. Á flestum sviðum mannlífsins heyrist af fólki sem missti fótanna.

Lesa áfram„Krappur“

Æ síðan

Það var árið 1951. Í maí. Stúlka sem vann í bakaríi Pöntunarfélagsins við Smyrilsveg, lagði til við mig sumarráðningu á sveitabæ í Borgarfirði. Við höfðum komið oft í bakaríið, gæjarnir, yfir veturinn. Það var lítið um atvinnu fyrir stráka á þessum árum og eitt og annað sem við stunduðum til að eyða tímanum. Vorum ekki í skóla. Því miður.

Lesa áfram„Æ síðan“

Úr djúpinu

Þrír trúboðar ræddu um það hvaða líkamsstelling reyndist þeim best þegar beðið væri til Guðs. Sá fyrsti sagði: „Ég hef nú eiginlega prófað þær allar og finnst alltaf best að krjúpa á kné.” Sá næsti sagði: „Það getur alveg verið rétt, en flestir andlegir leiðtogar austurlanda mæla með því að fólk sitji með krosslagða fætur á gólfinu.” Þá sagði sá þriðji:

Lesa áfram„Úr djúpinu“