Karlar í krapinu

Karlmenn eru hinar miklu hetjur tilverunnar. Þetta undirstrikaðist vel í gær. Ásta átti erindi í Kringluna. Þurfti að skipta einhverri flík. Ók á eigin bíl. Póló. Bílinn hefur hún dáð og dásamað alla daga. Nema kannski þegar hún er að kaupa varahluti í Heklu. Þar er allt svo dýrt. Hvað um það. Bíllinn hennar hafði staðið svo til ónotaður allan júlímánuð. Vegna sumarleyfa. Og henni þótti gott að setjast inn í hann og aka og erinda frjáls og óháð. Við ætluðum síðan að hittast þegar ég hefði lokið mínum erindum.

Lesa áfram„Karlar í krapinu“

Texti og túlkun

Sumarleyfi lokið. Skrifborðið og náttborðið hlaðin bókum um orð. Orð, tungumál og texta. Þá og um höfunda, hugsun og orðræður. Af ýmsum toga. Lestur þeirra oftast lyft huganum. Jafnvel hátt. Hvað er hátt? Stöku sinnum ringlað hann. Hvað eiga menn við með orðum sínum? Hverjum hafa þeir ætlað þau? Venjulegu fólki? Eða fagbræðrum sínum? Skyldi einn sjá það sama í texta og einhver annar? Töluðum eða rituðum? Lærðum ber saman um að vandinn er verulegur. Bæði höfundar og viðtakanda.

Lesa áfram„Texti og túlkun“

Ómur orðsins

Senn lýkur sumarleyfinu. Og þar með tíma til að hvílast. Við höfum notið þeirra forréttinda, hjónakornin, að vera í sveit svo til í mánuð. Kúplað út frá daglegu amstri og hreinsað hugann. Við smíðar og fleira þeim tengdum. Hreinsað hugann? Það er nú kannski full mikið sagt. Mér sýnist það sé ekki eins einfalt og það hljómar. Hugurinn er nefnilega margslunginn staður. Og ekki einfaldur í meðförum.

Lesa áfram„Ómur orðsins“

Maðurinn er málskepna

Við erum í sumarfríi, ég og spúsa mín. Smíðum alla daga í Litlatré. Vinnum persónulegan sigur á hverjum degi. Höfum klætt húsið utan, borið fyrstu umferð af fúavörn á klæðinguna, neglt upp undir þakskegg og málað gluggakarma. Ásta er snillingur með mjóu línurnar. Og við höfum gjarnan sagt í dagslok, eins og Guð almáttugur sagði forðum þegar hann leit yfir vikudjobbið: „Og sjá, það var harla gott.”

Lesa áfram„Maðurinn er málskepna“

Segðu mér Sókrates

Það linnir aldrei aðdáun minni á gáfuðu fólki. Svo að ég nú tali ekki um ef það er einnig vel menntað. En bæði þessi hugtök, „gáfað” og „menntað”, eru þó að sjálfsögðu afstæð. Og þótt ég hafi einhverja skoðun á því hvað sé að vera gáfaður eða og menntaður, þá má ég alveg eins reikna með því að skoðun mín sé óáreiðanleg og byggð á sandi. Því ég er hvorki gáfaður né menntaður. Það er þess vegna ekki svo auðvelt að treysta eigin skoðunum

Lesa áfram„Segðu mér Sókrates“

Á svona morgni

Það blasti við. Ekki um margt að velja. Nema að skila auðu. Í því felst ákveðin tjáning. Það er samt sorglegt. Embættið sem ætti að vera hvítt er nú orðið rautt. Og þar með komið niður á leðjuvöllinn. Maður finnur sig forsetalausan. Breytir svo sem ekki miklu. Það hefði samt lyft hjarta manns á hátíðarstundum að hafa í embættinu mann sem vekti með manni virðingu.

Lesa áfram„Á svona morgni“

Opinberir starfsmenn

Mér hafði verið gert að mæta á skrifstofu sýslumanns klukkan 14:24. Skrifstofan er á þriðju hæð. Gaf mig fram við símastúlku 14:15. Hún bauð mér að setjast. Var kallaður inn til fulltrúa á slaginu 14:24. Fulltrúinn er kona. Stór og myndarleg kona. Ég sagði til nafns. Hún bauð sæti. Hvarf síðan ofan í blaðabakka og leitaði að pappírum. „Hérna er þetta,” sagði hún og rétti sig upp.

Lesa áfram„Opinberir starfsmenn“

House of Sand and Fog

Eftir pistilinn um opinbera andskota 13. júní s.l. barst mér ábending um kvikmynd eina sem nýlega var sýnd í kvikmyndahúsum og fjallar um mistök hins opinbera í innheimtumálum og vanmátt borgaranna gagnvart kerfinu. Segir myndin frá átakanlegum atburðum sem urðu í kjölfar innheimtuaðgerða kerfisins. Innheimtauaðgerða sem áttu enga stoð í raunveruleikanum.

Lesa áfram„House of Sand and Fog“

Opinberir andskotar

Þau valda ævinlega uppnámi í kjarklitlu verkamannshjarta mínu, bréfin sem hið opinbera sendir mér. Ég fer strax í vörn og blóðþrýstingurinn hækkar. Við vorum svo lítilsigld verkamannabörnin á Grímsstaðaholtinu í gamla daga, að við bjuggumst einatt við því versta í öllum samskiptum við hið opinbera. Ástæðan væntanlega verið sú að tekjur nægðu aldrei fyrir þörfum heimilanna og því ýmis gjöld látin sitja á hakanum, í þeirri von að úr rættist seinna. Sem aldrei varð. Og orðalag og framkoma hins opinbera iðulega full af hroka og fjandskap.

Lesa áfram„Opinberir andskotar“

Hafragrautur og lýðskrum

Það var einu sinni vaktmaður. Hann átti að sjá um morgunmat. Meðal annars átti hann að elda hafragraut. Dag einn var hann spurður hvað hann syði haframjölið lengi. Hann svaraði að bragði. „Sjö til átta mínútur.” Þá var hann spurður: „Hefur þú lesið leiðbeiningarnar á pökkunum?” „Nei, ég þarf þess ekki. Ég hef eldað hafragraut alla ævi. Verið kokkur víða.” „En værir þú til í að lesa leiðbeiningarnar á pökkunum?” var hann spurður aftur. Þá brást hann hinn versti við. Stóð upp og tók að hrópa.

Lesa áfram„Hafragrautur og lýðskrum“