Itza í-addiga

Það er langt síðan ég hef lesið skáldsögu eftir íslenskan höfund sem ég hafði jafn mikla ánægju af. Hef eiginlega ekki lesið skáldsögur eftir þá um árabil. Nema fyrstu tíu síðurnar eða svo. Er fastur í þessum gömlu með Kiljan, Bjart og Hreggviðsson í efsta sæti.

Lesa áfram„Itza í-addiga“

Og orðið varð maður

Í gærmorgun klukkan níu var ég mættur við Hallgrímskirkju í frosti og vindstreng eins og nætt hefur um Skólavörðuholtið undanfarna daga. Sem og aðrar hæðir þessa vindauðuga lands. Erindið var að næla í eintak af nýrri þýðingu Nýja testamentisins sem hvíslað hafði verið að mér að fengist í ritröð Biblíurita. Starfsmenn kirkjunnar voru þegar komnir á kreik og slangur af útlendum ferðamönnum.

Lesa áfram„Og orðið varð maður“

Að fá að vera manneskja II

Það er annars lærdómsríkt að velta fyrir sér hugsunum sem snúast um að fá að vera manneskja. Svo virðist sem að um allar götur mannsins megi sjá undirokað fólk og þá sem undiroka það. Nærtækt dæmi má lesa í Heilagri ritningu. Þar segir frá því hvernig Egyptar héldu Ísraelum niðri og komu í veg fyrir að þeir fengju að vera manneskjur eftir sínum eigin viðmiðunum. Þetta var fyrir 3300 árum, eða um 1300 fyrir okkar tímatal.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja II“

Að fá að vera manneskja

Stúdentablaðið kom mér á óvart í morgun. Mannvit, menntun og hlýja gæti verið einskonar aðalumsögn um það. Við lestur greinar um Gunnfríði Lilju Grétarsdóttur fylltist hugur minn af aðdáun. Það andar svo hlýju frá henni, lífsviðhorfum hennar og viðfangsefnum. Það mætti heyrast oftar af slíkum einstaklingum. En kannski eru þeir ekki margir. Viðhorf hennar til ástarinnar og þeirra forréttinda að fá að upplifa það að verða ástfangin eru full af hlýju og mannskilningi.

Lesa áfram„Að fá að vera manneskja“

Allt í voða

Þetta var á biðstofunni í Læknasetrinu. Fyrri hluta morguns. Í vikunni. Það var fremur fátt fólk, eldri borgarar með einni undantekningu. Fjærst voru hjón. Konan hafði orð fyrir þeim. Þá yngri kona vanfær, komin langt á leið. Yfir henni var þessi heiðríkju svipur sem gjarnan einkennir vanfærar konur. Þá tveir karlar andspænis mér. Einn stóll laus á milli þeirra. Annar þeirra fletti tímariti. Hratt. Hinn iðaði í sætinu. Tók síðan að ræða við þann sem næst honum sat.

Lesa áfram„Allt í voða“

Heilabrot III

Mín orð eru orð almúgans. Setningin er skrifuð undir áhrifum frá Walt Whitman. Sumt sem hann segir vekur áhuga. Á ekki að orða það þannig? Whitman stillir sér upp hjá sjálfum sér: „Ég fellst á veruleikann, og dirfist að draga hann í efa, / Frá upphafi til enda gegnsýrðan af efnishyggju.“ Og síðar: „Orð mín taka síður til eigna og eiginleika, heldur minna þau á líf sem er óskráð, á frelsi og lausn úr vanda, …“ (Söngurinn um sjálfan mig. Kafli 23)

Lesa áfram„Heilabrot III“

Mammoni allt

Í morgun las ég um það að „enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn.“ Kristur er hér að fjalla um hjörtu manna. Hverju þeir skipi í efsta sæti þar. Síðan segir: „En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: „Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar.““ Lk.16.

Lesa áfram„Mammoni allt“

Sorgarviðbrögð

Það var í lyftunni hérna í blokkinni einn morguninn. Ég fór að sækja Moggan niður í anddyri. Var léttklæddur og meðal annars sokkalaus í inniskóm sem aðeins hafa band yfir ristina. Fólk á leið í vinnu bættist í lyftuna á leiðinni niður, kona á einni hæðinni, karl á næstu. Það er mjög sjaldgæft að fleiri en einn séu samferða í lyftunum og er það eitt af þessum dásamlegu atriðum í blokkinni.

Lesa áfram„Sorgarviðbrögð“

Narcissus

Menn greinir á um trúarbænir í grunnskólum. Örlítill hópur fólks vill ekki að börn þess læri að biðja til Guðs. Sjálfsagt er að allir megi hafa sínar skoðanir. Það virðist samt ekki sanngjarnt að fara fram á það að börn 95% þjóðarinnar fari á mis við þær sjálfsögðu helgireglur að hefja starfsdaginn með einfaldri bæn. Margir hafa þá skoðun að það sé hollt og gott fyrir hvern og einn að hafa í huga og hjarta mynd af æðri persónu en sjálfum sér.

Lesa áfram„Narcissus“