Stefnumót

Við Ásta erum að búast í sveitina. Eigum þar stefnumót. Ætlum að fara og hitta þrestina sem reka búskap í runnanum við Litlatré. Ætlum að sauma dekkið á pallinum og setja upp stólpa fyrir grindverk. Ætlum að setja upp sjónvarpsloftnet og klippa ofan af alasakavíðinum og undirbúa sprotana fyrir gróðursetningu.

Lesa áfram„Stefnumót“

Vinir um eilífð – Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti og enginn snjór. Ánægjulegt. Vorið tók vel á móti okkur á tónleikum hjá Skagfirsku söngsveitinni í Langholtskirkju undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar og píanóundirleik Dagnýjar Björgvinsdóttur. Kórinn er greinilega í framför. Hljómaði betur en í fyrra. Hafði og frábæra einsöngvara með sér. Tónleikarnir hófust með hinu kunna lagi Á Sprengisandi. Hafði það verið vinsælasta lag kórsins í Kanadaferð hans á síðasta ári. Kirkjan fylltist strax af söngkrafti og sönggleði.

Lesa áfram„Vinir um eilífð – Gleðilegt sumar“

Gömbu tónleikar

Sjaldan hafa tvær klukkustundir í tónleikasal verið jafnfljótar að líða. Því var líkast að maður væri nýsestur þegar komið ver hlé. Og eins var með seinni hlutann. Óskaplega falleg tónlist, fáguð og fínleg. Leikin voru verk eftir höfunda sem voru uppi fyrir þrjú til fjögur hundruð árum. Gibbons, Locke, Purcell. Eftir hlé voru verk eftir meistara Bach. Þetta var í Salnum í Kópavogi.

Lesa áfram„Gömbu tónleikar“

Vika bókarinnar. Fjórði hluti

Fór loks í gær í búð og keypti smásögur Hemingway´s í annað sinn. Þessar sem komu út fyrir jólin. Þá þurfti ég að fara þrjá daga í röð í bókabúð til að eignast hana. Það var tíminn sem það tók útgefendur að koma henni í verslun eftir að þeir sögðu hana komna í búðir. Bókin heitir Snjórinn í Kilimanjaro og fleiri sögur. Hún er þýdd af Sigurði A. Magnússyni. Listavel.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Fjórði hluti“

Vika bókarinnar. Þriðji þáttur

Það urðu miklir fagnaðarfundir og ást við fyrstu sýn þegar ég eignaðist Íslendingasögurnar. Þá var ég sautján ára. Hafði fengið útborgað fyrir vinnu við uppskipun á eyrinni og fór í Bókaverslun Norðra sem þá var til í Hafnarstræti. Líklega við hliðina á Heitt og kalt. Ekki man ég hvað safnið kostaði en það fékkst með afborgunum, hundrað krónum á mánuði. Þrjátíu og níu bækur.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Þriðji þáttur“

Vika bókarinnar. Annar þáttur

Margar af þeim bókum sem komu mér á lagið með að lesa, þegar ég var barn og unglingur, eru löngu horfnar úr safninu. Ástæður fyrir því eru vafalítið margar. Þá helstu tel ég þó vera stjórnleysi sem plagaði persónuleika minn á árunum þeim. Auðvitað vildi ég vel en hafði ekki staðfestu til fylgja því eftir. Þessu hafði faríseinn Sál frá Tarsus lent í fyrir margt löngu og orðaði þannig í bréfi: „ Það góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Annar þáttur“

Vika bókarinnar. Fyrsti þáttur

Þegar ég les um það að vika bókarinnar standi nú yfir, þá lyftist örlítið á mér brúnin. Það gerist þótt hún hafi verið sígin síðustu daga vegna vanheilsu í kroppnum. Alltaf er það gleðiefni að heyra umræður um bækur og orðin sem í þeim standa og hugsunina á bak við orðin. Blað allra landsmanna leggur sig fram um að fjalla um bækur og þættir heyrast í útvarpi og allt er það hluti af veislu fyrir þá sem eiga bækur fyrir vini.

Lesa áfram„Vika bókarinnar. Fyrsti þáttur“

Með stóran heim inni í höfðinu

Stundum heyrir maður orð sem skera sig úr í orðaglaumi hversdagsins og fá mann til að staldra við. Í dag hafa orð tveggja merkiskvenna gefið ástæður til að velta orðum þeirra fyrir sér. Í hádeginu var í Rúv. viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli hennar. Hún endaði samtalið með því að segja að „hún ætti stóran heim inni í höfðinu á sér.“

Lesa áfram„Með stóran heim inni í höfðinu“

Halló, halló, kaupum Símann

Við sátum við eldhúsborðið um hálf sjö leytið í morgun, hjónin, sötruðum kaffi og lásum blöðin. Eitt af aðalefnum þeirra þessa dagana er Halló, halló, Agnes hér, Orri og Jafet og Síminn. Umræðuefnið er að nú skuli allur almenningur taka sig saman og kaupa Símann. Halló, halló. Kaupum Símann. Ásta stansaði óvenjulega lengi við eina greinina. Sagði svo: „Eigum við að kaupa í Símanum?“

Lesa áfram„Halló, halló, kaupum Símann“

Farísear allra tíma

Þeir voru harðir á því, farísearnir á tímum Krists, að gefa hvergi eftir um bókstaf Móselaga. Þeir eltu Jesúm á röndum öll starfsár hans og gerðu hverja atlöguna á fætur annarri til að gera hann sekan við lögmálið. Má og lesa í ritningunum að hjartans mál þeirra var ekki fyrst og fremst lögmálið, heldur það að koma höggi á manninn. Dæmi: „Þá gengu farísearnir burt og tóku saman ráð sín, hvernig þeir gætu flækt hann í orðum.“ (Mt. 22)

Lesa áfram„Farísear allra tíma“