Afar og ömmur Óla Ágústssonar

Það er við hæfi að gera öfum og ömmum nokkur skil. Að sjálfsögðu eiga allir aðgang að Íslendingabók og geta náð sér í fróðleik um forfeðurna þar. En í huga mínum var þetta fólk mér kært og á ég ekki von á að ættfræðibækur eða stofnanir hafi sömu tilfinningu til þeirra. Ég er svo lánsamur að eiga mynd af þeim öllum saman. Smellið á myndina til að stækka hana.

Lesa áfram„Afar og ömmur Óla Ágústssonar“

Horft í skóginn

Einhverju sinni kom ég í upptökuhljóðver í Hafnarfirði. Mætti heldur of fljótt, sem hefur verið siður minn í gegnum lífið og ótalmargir álasað mér fyrir, og settist á stól sem staðsettur var rétt innan við dyr eins upptökuherbergisins. Landskunnur hljómlistarmaður sat við flygil og lék á hann. Mér heyrðist hann leita að hljómum til að bæta við lagið sem hann spilaði. Þetta var falleg tónlist, dægurgerðar, og ég naut þess að hlusta.

Lesa áfram„Horft í skóginn“

Það vex eitt blóm

Ýmsir komast þannig að orði um lífsferil sinn að þeir megi muna tímanna tvenna. Er ljóðið um Hrærek konung á Kálfskinni, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, stórkostlegur kveðskapur um örlög tvenn. Þar kemur eftirfarandi ljóðlína fyrir aftur og aftur: „Man ég, man ég tíma tvenna. / Tár úr blindum augum renna.“ Ljóðið er harmaljóð og hrífur lesandann með sér inn í grimm örlög söguhetjunnar.

Lesa áfram„Það vex eitt blóm“

Fluguveiðar

Hún kom upp í huga minn, við fregnir af fyrsta veiðidegi í vötnum, veiðiferð ein sem við feðgarnir fórum í austur að Þingvallavatni, fyrir margt löngu. Pabbi minn og ég. Pabbi var mikill áhugamaður um stangveiði. Hann átti margar stangir af mismunandi gerðum, ótal veiðihjól og ógrynni af fluguboxum og spúnum. Og auðvitað töskur og tilheyrandi til að bera útgerðina í.

Lesa áfram„Fluguveiðar“

Íslensk alþýða

Það var mikil stemning og baráttuandi í fólkinu þegar kröfugangan lagði af stað frá Iðnó í Vonarstræti. Pabbi lét okkur bræðurna bera fána þótt við værum bara litlir strákar og ég varla fánafær. En Steindór bróðir hafði gaman af þessu. Við höfðum heyrt ýmsar sögur af kúgun verkalýðsins en amma okkar, Hreiðarsína Hreiðarsdóttir, hafði verið framarlega í flokki í verkalýðsbaráttunni. Pabbi var einnig ákveðinn verkalýðssinni og fór Lúðrasveitin Svanur, sem hann hafði stofnað, gjarnan fyrir kröfugöngunum á degi verkalýðsins.

Lesa áfram„Íslensk alþýða“

Magga, Gugga, Agga, og Bagga

Ákvað að prófa nýja uppskrift. Fiskrétt. Það er ávallt nokkur lífsreynsla að glíma við slíkt. Fékk þessa flugu í höfuðið í gær. Byrjaði með því að lesa uppskriftina tvisvar. Skrifaði síðan hjá mér öll efni sem nota átti og komst að því að nokkur atriði voru ekki til í húsinu. Það þýddi að ég varð að þræla mér niður í Hagkaup í Smáralind. Hún er samt ein sú leiðinlegasta verslun sem ég kem í. Maður er þvingaður til að ganga hálfan kílómeter þótt mann vanti ekki nema eitt atriði í matardeildinni.

Lesa áfram„Magga, Gugga, Agga, og Bagga“

Geggjun

Viðtalið við Birgi Sigurðsson leikskáld í Lesbók Moggans um helgina er kraftmikið. Ekki var svo sem við öðru að búast úr því að maðurinn hefur verið á kafi í Nietzsche um árabil. Erlendis. Nánar tiltekið í Edinborg. Svo kom hann heim og um það segir hann: „Ég hef búið erlendis í tvö og hálft ár og er nýfluttur heim. Fyrst þegar ég kom heim leið mér eins og ég hafi verið sleginn utan undir. Samfélagið þjáist af græðgi, framasýki, frægðarfíkn og streitu. Þetta verkar á mann eins og geggjun.

Lesa áfram„Geggjun“

Lóðrétt eða lárétt

Þættir Ævars Kjartanssonar, á sunnudagsmorgnum í vetur, hafa yfirleitt verið áhugaverðir og á hann hrós skilið fyrir þá. Hann hefur kallað til sín viðmælendur ýmissa gerða þótt guðfræðingar hafi verið í meirihluta. Flesta þessa þætti hef ég hlustað á og haft verulega ánægju af sumum þeirra. Í gærmorgun var síðasti þátturinn um sinn og viðmælandi Ævars var Njörður P. Njarðvík, prófessor, bókmenntafræðingur og skáld.

Lesa áfram„Lóðrétt eða lárétt“