Þegar hún Ásta lífgar moldina
og fer um hana höndunum
eftir langan veturinn
setur stjúpurnar í reitina
og velur saman litina
þá er hafið sumarið
býflugan fagnar stjúpunum
hún teigar í sig sætuna
og þýtur um í vímunni
hjarta mitt í brjóstinu
barmafullt af hamingju
þakkar fyrir elskuna.
Falleg blóm og ljóð. Kveðja