Var snemma á fótum í morgun, einn, og eftir að koma kaffinu í gang fór ég með bókina inn í bókaherbergið og las áfram. Þetta er ein af þessum bókum sem fyllir brjóst manns af blönduðum tilfinningum, vináttu og elsku. Og maður finnur fyrir því að vera einn og ófær um að virkja flæðið sem iðar eins og uppsprettulind innvortis. Þannig eru andvökur.
Svo lagði ég bókina opna á brjóstið á mér og tók að vafra á netinu. Skoðaði síður með titli bókarinnar. Þar ægði saman allskyns upplýsingum sem röðuðu sér saman í klasa. Áður en varði voru þau farin að syngja fyrir mig fullum hálsi, Kenny Rogers og Dolly Parton:
Islands in the Stream
Baby, when I met you there was peace unknown
I set out to get you with a fine tooth comb
I was soft inside, there was somethin going on
You do something to me that I cant explain
Hold me closer and I feel no pain
Every beat of my heart
We got somethin goin on
Tender love is blind
It requires a dedication
All this love we feel
Needs no conversation
We ride it together, ah-ah
Makin love with each other, ah-ah
Islands in the stream
That is what we are
No one in-between
How can we be wrong
Sail away with me to another world
And we rely on each other, ah-ah
From one lover to another, ah-ah“
Stillið hátt.
Nokkru síðar kom Ásta á fætur, rann á hljóðið og hlustaði með mér. Tónlistin og textinn flæddu. Hún lagði hönd á aðra öxl mína. Þetta var mögnuð morgunstund. Verst að geta ekki rammað hana inn.
Sæll Óli takk fyrir þetta þetta er flott.