Þegar verkamaður gekk fyrir bankastjóra og þurfti að semja um vanskil á láni, þá hélt bankastjórinn langa tölu um óráðsíu og agaleysi með ströngum tóni. Lúpulegur og iðrandi seig verkamaðurinn niður í sæti sínu logandi hræddur við þennan gáfaða mann sem hafði vald yfir framtíð hans.
Nú eru bankastjórarnir í sporum verkamannsins og verða að horfast í augu við það sem þeir sjálfir kölluðu óráðsíu og agaleysi. Munurinn er sá, á bankastjórunum og verkamanninum, að ríkisstjórnin býðst til að borga fyrir bankastjórann. Með peningum frá verkamanninum. Er það ekki sætt?