Raftahlaup

Margar skáldsögur verða góðir vinir lesenda sinna. Þeir lánsömustu eiga sér uppáhalds skáldsögur og fá ást á þeim. Þeir leita til þeirra reglulega og eiga samfélag með persónunum, orðum þeirra og viðbrögðum við tilbrigðum lífsins og atvikum. Þá verða og höfundar uppáhalds bókanna einskonar fjarstaddir vinir sem gaman er að heyra af, látnum og lifandi.

Hér gæti ég nefnt til sögunnar mínar hetjur, þessar sem standa traustar í hillunum við bakið á mér og ég leita til aftur og aftur. Finn oftast eitthvað nýtt, eitthvað sem ég skil á annan hátt með aukinni lífsreynslu og þróun viðhorfa. Og staldra við. Velti fyrir mér mismuninum á fyrri skilningi mínum og þeim nýrri og reyni að skera úr um hvor þeirra sé nær því sem höfundurinn vildi setja fram.

Kannski er aðalmálið ekki það hvað höfundurinn ætlar sér. Hugsanlega stendur textinn einn og áháður. Og þá vaknar spurning um hver hlutur lesandans sé. Ólíklegt er að nokkrir tveir lesendur fái það sama út úr texta, út úr bók, út úr sögu. Fróðlegt væri að heyra dálítinn hóp lesenda lýsa því hvað það var í lesinni bók sem gerði hana að þeirri bók sem hún varð þeim. Ég stend mig að því að tortryggja suma bókmenntafræðinga.

Í sveitinni í sumar upplifði ég ævintýri við endurlesningu uppáhaldsbókar. Þegar ég segi ævintýri þá á ég við frásögn á einni blaðsíðunni sem leiðir mann að annarri bók sem síðan leiðir mann að enn annarri bók og loks endar maður slefandi yfir mataruppskrift sem ekki verður hjá komist að elda á haustdögum.

Bókina The Torrent of Spring hef ég átt í kilju í þrjátíu ár. Hún er eftir Hemingway. Þegar ég tók hana úr hillunni í sumar og opnaði hana gerðist það sorglega, sem raunar gerist við allar kiljur að lokum, blaðsíðurnar hrundu úr henni og dreifðust um gólfið. Límið í kilinum ónýtt, þornað, harðnað, horfið. Vonsvikinn tíndi ég blöðin saman, setti þau upp á borð og tók að raða síðunum eftir númerum og las suma kaflana í leiðinni. Þar rakst ég á þetta:

„I wrote the forgoing chapter in two hours directly on the typewriter, and then went out to lunch with John Dos Passos, whom I consider a very forceful writer, and an exceedingly pleasant fellow besides. This is what is known in the provinces as a log-rolling. We lunched on rollmops, sole meunière, civet de lièvre à la cocotte, marmelade de ppommes, and washed it all down, as we used to say ( eh, reader?) with a bottle af Montrachet 1919 with the sole, and a bottle of Hospice de Beaune 1919 apiece with the jugged hare. Mr Dos Passos, I believe, shared a bottle of Chambertin with me over the marmelade de pommes.“

framh.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.