Orðin eru hækjur mínar

Hafði hugsað mér að skrifa nokkur orð í tilefni af degi tungunnar. Móðurmálsins. Fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Aftur á móti ætlaði ég ekki að tala um Jónas. Né verk hans. Það eru svo margir sem gera það og miklu, miklu betur en ég. En það er annað skáld sem á þennan sama fæðingardag. Skáld sem sjaldan heyrist nefnt þrátt fyrir ljóð sín og ljóðabækur. Kannski af því að skáldið er kona. Heiti pistilsins er nafn á einu ljóða hennar.

Hún heitir Þuríður Guðmundsdóttir og er frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Leyfi ég mér að birta eitt ljóða hennar úr bókinni Nóttin hlustar á mig:

Tileinkað konum sem elska of mikið

Skar mig skar mig
á sársauka þínum

skar mig
aftur og aftur
uns ég varð
eitt flakandi sár

sálfræðingurinn
hristi höfuðið

hann er að kenna mér
handtökin

kenna mér
að beita hnífnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.