VERKAMAÐUR GREFUR BRUNN II

„Hverfðu inn í sjálfan þig og horfðu.“ Plótínos skrifaði þetta. Gáfaður maður. Mér hefur liðið vel í bókum þessara spöku manna síðustu misseri. Þeir eru ótal margir og einkennast skrif þeirra af mannvináttu. Og leit til að bæta líf manna.

Sér í lagi hafa Játningar Ágústínusar fallið mér í geð. Barátta hans við sjálfan sig og elskan á Guði föður og frelsaranum Jesú Kristi. Kannski eigum við öll, sem glímum við okkar eigin sjálf, ýmislegt sameiginlegt með Ágústínusi.

En þarna eru fleiri. Miklu fleiri, menn sem helguðu sig Drottni. Menn sem krupu í auðmýkt. Krupu. En alltaf kem ég að sömu niðurstöðu. Hæst ber af öllum þessum, Jesús frá Nasaret. Boðskapur hans og mannelska er það stærsta mönnum hefir verið gefið.

Eyjólfur Kjalar Emilsson, heimspekingur, háskólaprófessor og afkastamikill þýðandi bóka grísku spekinganna, hefur gert okkur einföldum verkamönnum hér á klakanum kleift að litast um  íþessum mikilvægu bókmenntum. Spekiritum. Ekki veit ég hvort honum hefir verið þakkað það eins og ber.

Spekiritum segi ég. Ástarspeki ritum. Stefán Snævarr heimspekingur nefndi einmitt eina bóka sinna Ástarspeki. Það var samt Walt Whitman sem ég ætlaði að vitna í, bandarískt ljóðskáld. (1819 – 1892 ).

En þetta nægir í dag.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.