Við fórum yfir atburði liðinnar viku. Mjúklega. Áttum afar góða daga með birkinu okkar og lerkinu og öspunum og furunum og elrinu. Öll hafa þau dafnað afar vel í vætutíðinni. Og paddan haldið sig neðan jarðar.
Hvað viðburði á landsvísu varðar erum við sammála um eitt atvik frá klúbbfundinum á Þingvöllum, en það var þegar forsetafrú vor, Eliza Reid, tók um hendur maka síns, forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til að ylja honum. Eina kærleikstáknið. Eina mannvináttutáknið.
Allt hitt minnti á ryk sem varir stutta stund og fellur svo til jarðar.