Árið er alveg að renna út. Lætin umhverfis nálgast hámark. Ég vil þakka vinum mínum og gestum Vinakveðju fyrir heimsóknir á árinu. Þær hafa yljað mér verulega. Óska ég þeim um leið, af heilum hug, ríkulegs komandi árs og fjöldann allan af uppfylltum óskum.
Læt Stein Steinarr skáld orða niðurlagið fyrir mig með ljóði sínu Þjóðin og ég:
Ég er einn á gangi og hugsanir mínar hljóðar
hverfa inn í rökkvaðan skóg þess, sem liðið er.
Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar.
En þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér.Í þögulli auðmýkt og tilbeiðslu stend ég og stari:
Hér stendur það skráð, sem þeir ortu hver fyrir sig
hinir þjóðfrægu menn og hinn þungbúni skari.
En þjóðin kann ekki nokkurt ljóð eftir mig.Og andspænis samstilltum verknaði huga og handa
í hrifni og undrun ég stansa við fótmál hvert.
Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa.
En þjóðin veit, að ég hefi ekkert gert,Og samt er mitt líf aðeins táknmynd af þessari þjóð,
og þjóðin sem heild er tengd við mitt ókunna ljóð.