Leigubíllinn hafði bara ekið með okkur tvær þrjár mínútur þegar hann stoppaði og tók unga konu upp í. Ég skildi ekkert hvað bílstjórinn sagði. Hann ók konunni að húsi við hliðargötu í bænum. Litlu síðar stoppaði hann aftur og fór inn í hús. Við biðum í bílnum. Þegar hann kom til baka skildist mér á honum að hann hefði farið í kaffi. Eftir það ók hann svo upp fjallið og að klaustrinu þar sem við borguðum og hann fór til baka.