ER SVÍNAKJÖT Í ÞESSU?

Við fórum í lítilsháttar bíltúr í morgun, hjónin. Áttum eitt erindi. Sinntum þrem. Frú Ásta ók eins og oftast síðari árin. Mér gafst því góður tími til að skima og skoða. Þögul ókum við Sæbraut, fram hjá Hörpu og því næst í gegnum ljótasta hluta borgarinnar, ég endurtek, ljótasta hluta borgarinna og varð að orði. „Fullþroskaður ljótleiki. Verr verður ekki gert.“ En nú
snýst heili ráðamanna um bragga í Skerjafirði.

Lesa áfram„ER SVÍNAKJÖT Í ÞESSU?“

STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU

Leigubíllinn hafði bara ekið með okkur tvær þrjár mínútur þegar hann stoppaði og tók unga konu upp í. Ég skildi ekkert hvað bílstjórinn sagði. Hann ók konunni að húsi við hliðargötu í bænum. Litlu síðar stoppaði hann aftur og fór inn í hús. Við biðum í bílnum. Þegar hann kom til baka skildist mér á honum að hann hefði farið í kaffi. Eftir það ók hann svo upp fjallið og að klaustrinu þar sem við borguðum og hann fór til baka.

Lesa áfram„STERKUR KRYDDILMUR Í LOFTINU“

HVAÐ ER HEIM?

Vinur minn á Fésinu, Jónatan Hermannsson, skrifar fallega og tregablandna hugleiðingu á síðu sína í morgun. Í framhaldi af henni rifjaðist upp fyrir mér atvik í Lyfjaveri í síðustu viku. Við vorum þarna nokkrir gamlir karlar og líklega tvær konur á miðjum aldri.

Lesa áfram„HVAÐ ER HEIM?“