Næst þegar ég hitti Dodda hafði hann lokið verkefni dagsins og var heldur ánægður. Hann virtist til í að spjalla. Það var gott veður. Hægur vindur og þurrt. Við ræddum eitt og annað. Varfærnislega til að byrja með enda langt síðan við höfðum spjallað að einhverju gagni.