Þrjú þúsund bílastæði

Alla ævi hafði ég þekkt hann, svo til. Alveg frá því að við ókum saltfiski til kvennanna sem vöskuðu hann. Það var vestur á Harðræðisholti, minnir að verkunarhúsið héti Baldursheimar. Þarna lærðum við grófan orðaforða af eldri konunum. Þær voru gegnblautar með hvítar gúmmí svuntur og gusugangurinn mikill. Í dagslok voru þær uppgefnar og þöglar. Kjöguðu eins og þústir heim á leið í slyddu og slubbi. Við höfðum samúð með þeim.

Lesa áfram„Þrjú þúsund bílastæði“