Það verða í mönnum ýmsar breytingar með hækkuðum aldri. Ein af þeim snýst um bækur.
Viturlegt er að hafa fá orð um þau mál enda verða þau meira og meira einkamál með hækkuðum aldrei. Kannski má segja að því sé líkt farið og með samneyti við annað fólk. Menn sækja meira í návist þeirra sem hafa líkt áhugasvið, eða smekk, bæði á lífinu og bókum og mönnum og málefnum. Orð Qohelet hinum forna verða æ meira afhjúpandi: ,,Aumasti hégómi. Allt er hégómi.“