,,Co thusa“

Það verða í mönnum ýmsar breytingar með hækkuðum aldri. Ein af þeim snýst um bækur.
Viturlegt er að hafa fá orð um þau mál enda verða þau meira og meira einkamál með hækkuðum aldrei. Kannski má segja að því sé líkt farið og með samneyti við annað fólk. Menn sækja meira í návist þeirra sem hafa líkt áhugasvið, eða smekk, bæði á lífinu og bókum og mönnum og málefnum. Orð Qohelet hinum forna verða æ meira afhjúpandi: ,,Aumasti hégómi. Allt er hégómi.“

Lesa áfram„,,Co thusa““

Og þar með var það útrætt

Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá því og sýnt hvernig verið er að breyta kvennaskólanum í Varmalandi í Borgarfirði í hótel. Rifjaðist þá upp fyrir mér vorið 1948. Ég var ellefu ára sumarstrákur á Svarfhóli í Stafholtstungum. Þetta var fyrsta sumarið sem ég var fjarri fjölskyldu og vinum. Hafði á sumrum verið í hlýju umhverfi afa og ömmu á Kirkjulæk í Fljótshlíð og móðursystur minnar Ingileifu í Kollabæ í sömu sveit.

Lesa áfram„Og þar með var það útrætt“