Fjórtán ára gamall fór ég sumarstrákur í sveit að Gilsbakka í Hvítársíðu. Í viðbót við öll ævintýri unglings á nýjum slóðum kynntist ég þar rithöfundinum Hemingway. Það var með bókinni Klukkan kallar. En á Gilsbakka var bókasafn ungmannafélagsins og þangað komu margar bækur.