Í tilefni afmælisdagsins
Við bjuggum okkur í sveit. Ég bakaði súrdeigsbrauð.
Tartines Country Bread. Keyptum smá af ýmsu með.
Í Pylsumeistaranum. Hunangsskinku. Lifrarkæfu. Ögn af öðru.
Og hrossabjúga í Reykofninum. Ég réði því. Og rauðar kartöflur.
Svo var harðfiskur með og smjörvi. Í tilefni dagsins.
Cessna 150 og Guðmundur R. Óskarsson
Hann lánaði mér flugvélina sína. Það var afar spennandi. Þegar út á flugvöll kom fór ég yfir flapsana, stélstýrið og mældi bensínið í tankinum. Ég var glaður í sinni og raulaði lagstúf. Dáðist að vélinni. Svo kom ég mér fyrir inni í vélinni og setti í gang.