Í nokkurra daga stöðu grasekkils í liðinni viku kom vel í ljós hvað bækur hafa mikið gildi. Já, bækur og lestur þeirra. Fyrsta morguninn þegar ég hafði notið þess að stripplast í íbúðinni og þreifa á einverunni og borða morgunmat fáklæddur, settist ég hjá bókunum mínum og tók að tala við þær.
LJÁIÐ MÉR EYRA
„En hví birtist ég nú í þessu óvenjulega gervi? Það skuluð þið fá að vita ef þið vilduð vera svo væn að ljá mér eyra.
Íslensk öndvegisljóð
Ég var svo heppinn að frú Ásta, þessi umhyggjusama kona, skenkti mér nýju bókinni Íslensk öndvegisljóð, sem Bjartur gaf út fyrir skemmstu. Þetta var um morgun í liðinni viku í upphafi ferðar til fárra daga dvalar í sveitinni.
Á Menningarnótt
„Hvílíka raust hóf ég til þín, Guð minn, er ég las sálma Davíðs, trúarljóðin, söngvana guðlegu, sem hvergi rúma drembinn anda!
Sá sem örið hlýtur, hann ber það
Á yngri árum hafði ég mikla og notalega ánægju af ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Alla götur síðan tók ég bækur hans fram og vænti fyrri ánægju.
Þegar það heppnaðist leið mér vel. Birti ég hér eitt ljóða hans hvað ég hitti á í fyrradag: