Þetta var eitt af þessum opnu biðskýlum. Vindáttin stóð beint upp á, 15–16 metrar og úrhelli. Bílarnir sem óku hjá, flestir á verulegri ferð, jusu vatninu yfir gangstéttina og inn í skýlið. Þrjár manneskjur voru í skýlinu, væntanlega að bíða eftir strætó. Tveir karlar og ein kona.