Ásta Ólafsdóttir, föðursystir mín, er fallin frá. Hún var kvödd frá Bústaðakirkju 23. maí. Þar með hefur allur systkinahópurinn, sjö börn Hreiðarsínu Hreiðarsdóttur og Ólafs Þorleifssonar, sem lengst af bjuggu á Grettisgötu 61, kvatt þetta tilverustig.