Svo koma þeir
dagarnir
þegar allt er tómt
þegar allt er tómt
á einhvern hátt
tómt
líkast því
þegar verki er lokið
eftir langa
elju
tómt
tómt og kyrrt
inni í manni
og umhverfis
eins og stafalogn
eftir storm
barning
glímu átök
velheppnuð
tómt
undarlega
tilgangslítið
allt
hvert sem litið er
ekkert markmið
bara undrun
undrun og bið
eftir nýrri áskorun
nýju viðfangi
skyldi það
bjóðast?