Dagurinn í dag, góður fyrir gróðurinn og góður fyrir gamlan karl sem ekki hefur átt almennilega heimangengt í hálft ár eða meira. Enda brugðum við hjónin undir okkur betri dekkjunum og skruppum í Holuborg um hádegisbil. Það var ánægjuleg ferð.
Arnbjörn Eiríksson, sárafá kveðjuorð.
Í gær var borinn til moldar einstakur öðlingur, Arnbjörn Eiríksson.
Æðrulaus, lítillátur og hógvær mætti hann örlögum sínum þegar hann var greindur með banvænan sjúkdóm og sagði: ,,Ég ætla að vera jákvæður alla leið. Þar til yfir lýkur.“ Og við það stóð hann. Jákvæður og æðrulaus alla leið.