Alltaf hef ég haft ánægju af að fara í búsáhaldabúð. Man fyrst eftir ferð með mömmu minni. Þá hef ég líklega verið 8 ára gamall. Verslunin var uppi á Laugavegi nokkurn veginn á móti Sandholtsbakaríi. Það var farið upp tvær eða þrjár tröppur. Mamma ætlaði að kaupa matardiska fyrir sex.