Sólin hafði brotist fram úr skýjunum. Það var opið út á svalirnar til að fanga nokkra rúmmetra af tærum andvaranum. Þá komu sjö álftir fljúgandi. Komu úr vestri og hvinur vængjanna heyrðist þegar þær fóru hjá. Stórar, hvítar og heillandi. Sjö saman. Komu úr vestri.