Það var árið 1969. Ég fór í fornbókabúð. Hún var neðarlega á Skólavörðustíg. Líklega Bókin. Keypti gjarnan sjö átta bækur og tók með mér heim. Við bjuggum þá á Selfossi. Í þessari ferð eignaðist ég Játningar Ágústínusar útg. 1962, þýdd af Sigurbirni Einarssyni. Hún varð strax mikil uppáhaldsbók. Greip í hana á hverju ári.
Árni Arinbjarnarson, minning.
Fáein kveðjuorð. Og þakkar. Fallinn er frá öðlingurinn og tónlistarmaðurinn Árni Arinbjarnarson. Fyrir fimmtíu árum kynntumst við á sumarmóti Hvítasunnumanna í Kirkjulækjarkoti. Hann stjórnaði söng og lék undir. Það voru gleðistundir.