„Þú varst nú ekki jólasveinslegur á þeim árum,“ sagði Rabbi.
„Nei,sennilega ekki.“
„Þú grenjaðir stundum á kvöldin.“
„Kvöldin voru verst.“
„En voru ekki allir heldur góðir við þig?“
„Það var helst þú.“
Samtal á Svarfhóli
„Þú ert með heilmikið skegg.“
„Mikið? Það telst nú varla mikið.“
„Þú ert einsog jólasveinn.“
„Er ég það?“
„Já, ég sé ekki betur.“
„Allt í lagi. Ef þér líður betur með það.“