Í strætóskýlinu

Ekki man ég hvað langt er síðan ég fór í strætó síðast. Hátt í tuttugu ár sennilega. Mér finnst strætó óvinveittur mér. Eins og margar opinberar stofnanir. Aftur á móti gerði ég mér það til tilbreytingar upp úr hádegi í dag að leggja bílnum mínum í borgarhverfi sem ég veit svo sem ekkert um. Fjarri mínum slóðum. Og ég labbaði dálítinn spöl frá bílnum og settist á bekk í strætóskýli. Það var ekki rigning.

Lesa áfram„Í strætóskýlinu“

Perlur

Við næsta borð sátu eldri hjón. Þau voru fremur smávaxin og höfðu keypt sér langloku og kaffi og karlinn átti erfitt með að stinga gafflinum í langlokuna því skorpan var svo hörð og mikill skjálfti í höndunum á honum.

Lesa áfram„Perlur“