Þegar ég kom að blokkinni sem ég bý í, einn daginn í vikunni, upplifði ég afar sérkennilegan atburð. Það hagar þannig til að í blokkinni sem er átta hæða eru tvær lyftur. Önnur er nokkuð stór og í henni flytur fólk húsgögn. Hin er minni og er fremur fyrir fólk. Sem ég kom þarna að var einn íbúi blokkarinnar að reyna að koma hesti inn í stærri lyftuna.